Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Page 43

Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Page 43
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 41 verslun með ýmsum helstu nauð- synjum. Boðið er upp á sitt af hverju til dægradvalar og upplyftingar: hér er fönduraðstaða, endurhæfingarað- staða og margvísleg félagsþjónusta; það eru haldnar kvöldvökur og skemmtanir,og vísir að Hrafn- istukór hefur myndast. Guðsþjón- ustur fara fram vikulega og helgi- stundir á virkum dögum, en síra Árni Bergur Sigurbjörnsson er prestur heimilis í hálfu starfi. Við skipuleggjum leikhúsferðir og hóp- ferðir á nánast allt það sem boðið er upp á í menningarlífi borgarinnar, og á sumrum eru farnar dagsferðir út fyrir bæinn. Fjölbreytt bókasafn er á heimilinu og í samvinnu við Borgar- bókasafn lánaðar út hljóðbækur. Hrafnistubréfið berst vistmönnum tvisvar á ári. Síðast en ekki síst ber að nefna veiðarfæradeild heimilis- ins, þar sem margir gamlir sjómenn vinna að uppsetningu á fiskilínum og hnýta í tauma. Á Hrafnistu í Reykjavík starfa nú um 330 manns í 252 stöðugildum. Sjómannadagssamtökin hafa alla tíð verið frábærlega heppin með starfsfólk og hár starfsaldur sýnir að það ríkir ánægja hér á okkar hlýlega og hreinlega heimili. En síðustu árin hefur reynst örðugt að laða ungt fólk til starfa á Hrafnistu sem öðrum dvalar- og hjúkrunarheimilum fyrir aldraða. í þeim geira hefur ekki reynst unnt að bjóða upp á sömu launakjör og víða annars staðar og í þessari miklu þenslu sem hér hefur ríkt undanfarið neyddumst við til að ráða útlendinga til starfa á heimilið. Núna vinna hjá okkur 28 danskar stúlkur í heilsdags starfi og eru hinn besti starfskraftur. Við auglýstum í Jyllandsposten en ekki í Kaup- mannahafnarblöðunum eins og sum önnur fyrirtæki og höfum þess vegna, að við teljum, sloppið við öll vandræði og aðeins fengið heilbrigð- ar ungar stúlkur utan af landi. En þótt ég gefi þessum dönsku stúlkum mín bestu meðmæli, þá vona ég að við þurfum ekki að reiða okkur á þær til frambúðar, því gamla fólkið á annað skilið af okkur en að við látum útlendinga annast um það í ellinni. Norskur starfsbróðir minn sagði ein- hverju sinni við mig að það skyldi aldrei gerast í Noregi að útlendingar færu til starfa á elliheimilunum, en eins og kunnugt er hefur gríðar- margt fólk úr Austurlöndum flutst til Noregs og annarra Norðurlanda á undanförnum árum og vinnur mikið ýmiss konar þjónustustörf, svo sem á hótelum. Já, þetta hefur alltaf verið skrifstofa mín og hefur víst sumum fundist hún ekki vera við forstjóra hæfi. En hún er af sömu stærð og herbergi vistmanna, 11 fer- metrar, — og ætli það sé ekki annað meira aðkallandi hér á heimilinu en að innrétta einhvern sal fyrir for- stjórann. Þetta herbergi liggur auk þess vel við, vistmenn ganga hér framhjá á leið í borðsalinn og banka þá gjarnan uppá og ræða við mig um sín hugðarefni. Þannig hefur verið greitt úr ýmsu með bros á vör áður en það varð að vandamáli. Hins veg- ar á það nú fyrir þessu herbergi að liggja, samkvæmt teikningum arki- tekta, að verða aðstaða fyrir bruna- varna- og viðvörunarkerfi heimilis- ins.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.