Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Page 44
42
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Þrir af idnaðarmönnum heimilisins: Einar Bæringsson pípulagningameistari, Sveinn
Sveinsson smiður og Jón Geirharðsson verkamaður. Sjómannadagsblaðið/Björn Pálsson
Anna Guðlaugsdóttir, yfirverkstjóri í þvottahúsi við tvær gömlu þvottavélanna.
Sjómannadagsblaðið/Björn Pálsson
Finnbogi Sævar Guðmundsson, yfirsmiður á Hrafnistu.
Sjómannadagsblaðið/Björn Pálsson
Ég þakka stundum forsjóninni
fyrir að hafa átt þess kost að starfa
með þeirri kynslóð sem hér dvelur á
heimilinu. Það er hverjum manni
nauðsyn að kynnast viðhorfum
þeirrar mikilhæfu kynslóðar sem óx
úr grasi upp úr aldamótunum. Með-
alaldur á Hrafnistu er um 84 ár og
vistmennirnir þekkja ekki þennan
óskapa hraða sem núorðið er á öll-
um og öllu, vita ekki af þessu svo-
kallaða stressi yngri kynslóðanna.
Það er fátt jafn uppörvandi og
róandi en að setjast niður með þessu
lífsreynda fólki og spjalla um lífið og
tilveruna. Pað er aðdáunarvert
hvernig þetta fólk sættir sig við sinn
háa aldur og aðlagast öllum þeim
breytingum á lífsháttum sem honum
fylgir, brosir sínu blíða brosi alla
daga og er svo innilega þakklátt fyrir
hvaðeina sem fyrir það er gert.
Nútíminn getur svo sannarlega
margt lært af gamla fólkinu og það er
hryggilegt að samskipti ættingja og
vistmanna skuli fara minnkandi.
Auðvitað sprettur það af þeim ógn-
arhraða og þeim miklu kröfum sem
gerðar eru í þessu velferðarþjóð-
félagi okkar. Við höfum mörg hver
ekki orðið tíma til að lifa. Sumir sem
koma hingað að heimsækja foreldra
sína skilja jafnvel bílana eftir í gangi
meðan þeir hlaupa inn!
Það er afar slæmt, þegar tengslin
slitna milli vistmanna og fjölskyldna
þeirra, því að þótt starfsfólkið sé allt
af vilja gert til að gera vistmönnum
lífið léttbærara, þá getur það aldrei
komið í stað þessara tengsla.
Vonandi á þetta eftir að breytast
og fólki skiljast hversu nauðsynlegt
það er fyrir hvern og einn að um-
gangast sér eldri og reyndari. Við
reynum eftir bestu getu að hvetja
ættingja til að heimsækja vistmenn
sem oftast og daglega til að byrja
með þegar þeir eru nýkomnir á
heimilið.
Annars er áberandi hversu fljótt
og vel fólk aðlagast öllu hér á heimil-
inu. Við skipum engum fyrir, reglur
heimilisins eru mjög fábrotnar. Við
teljum að það sé fyrir öllu að fólki
líði eins og það sé heima hjá sér og
leggjum mikla áherslu á að fólk haldi
öllum sínum fyrri venjum, þannig að