Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Side 49

Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Side 49
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 47 SIGFÚS BJARNASON UMSKIPTIN ERU SEM ANNAR HEIMUR Fyrir jól 1981 gaf Sjómannadagsráð út bókina Aftanskin til fjáröflunar jyrir Hrafnistu í Hafnarfirði. Hún hefur að geytna safn ritgerða og minningabrota eftir 24 þjóðkunna menn sem allir hafa náð sjötugs aldri. Einn afþessum mönnum er Sigfús Bjarnason, fyrrum gjaldkeri Sjómannafélags Reykjavíkur. í ritgerð sinni segir hann mest frá æsku og unglingsárum vestur á Snœfellsnesi, en hann er fœddur 1904 í Mýrarhúsum í Lárplássi í Grundarfirði. í lok frásagnar sinnar víkur Sigfús að aðbúnaði aldraðra á ýmsum skeiðum langrar œvi, einkum aldraðra sjómanna, ogfer sá hluti ritgerðarinnar hér á eftir. Eeins og fyrr segir voru kynni mín ekki mikil af gömlu fólki og aflóga á æskuárun- um. Þó nóg til þess, að ég vissi, að það fólk, sem bjó í þurrabúðarkot- unum á Kvíabryggju lifði mest á miskunn guðs og manna. Því var oft gefinn soðmatur og það gat bjargað sér við að hirða hausa og úrgangs- fisk, margur veik að því sláturkepp eða kjötbita eða mjólkurflösku en þetta var mesta eymdarlíf. Sumir voru svo beysnir, að þeir gátu gengið á bæi og unnið sér fyrir mat tíma og tíma, ef brúk var fyrir þá á annatíma í sveitinni, svo sem sláturtíðinni og oft fengu karlarnir eitthvert viðvik við sjóinn og þá í soðið í staðinn. Þrjár gamlar konur þekkti ég, sem léttu undir með sér með tóvinnu á heimilunum og hjálpuðu einnig til í sláturtíðinni. Þær unnu allar einhvern tíma á okkar heimili í Mýrarhúsum. Heim- ilið var mannmargt og móðir mín þurfti auk þess svo oft að sinna störf- um föður míns, þegar hann var við róðra, að hún annaði ekki allri sinni tóvinnu og fékk þá þessar gömlu konur sér til hjálpar, eina og eina í senn. Salbjörg hét ein þessara kvenna og bjó hún með dóttur sinni, sem var ekkja með tvö börn í ómegð. Þar var þröngt í koti, vissi ég, því ég var oft sendur þangað með mjólkurflösku. Sesselja hét önnur og átti hún engan að, en hún var svo vinnufær, þegar ég þekkti til, að hún gat bjargað sér með því að ganga á bæi og vinna þar að tóskap eða í slátri. Anna var hin þriðja þessara kvenna, sem ég kynntist, og henni kynntist ég best því hún ílentist hjá okkur. Hún hafði °ft unnið fyrir mömmu tíma og tíma °g var með þeim góð vinátta. Anna skildi við mann sinn, þá orðin öldruð ogvar hún þá einstæðingur. Mamma tók hana jjá til sín og dó hún hjá Sigfús Bjarnason okkur. Áður en hún dó, bað hún mömmu að láta það barn, sem hún gekk þá með, heita í höfuðið á sér, ef það yrði stúlka og var það gert. Þannig gekk þetta til, að gamla fólk- ið reyndi að bjarga sér af eigin rammleik meðan það gat borið sig til, en síðan tók við gustukin eða sveitin og þá oft hreppaflutningur. Yfirleitt held ég að fólk hafi verið gott við gamlingja í minni sveit, en fæstir voru aflögufærir, þótt þá lang- aði til að víkja einhverju að þessum gustukamanneskjum. Sjómennirnir, sem eingöngu höfðu stundað róðra og lifað í þurra- búð, voru verst settir. Þeir höfðu enga grasnyt og þeir voru ekki hlut- gengir í góð skiprúm eftir fimmtugt, voru þá farnir að stirðna og búnir að missa snerpu; margir voru bognir í baki uppúr fimmtugu, ef ekki fyrr. Þeir, sem voru til sveita gátu lengur fundið verk við sitt hæfi og komið að notum á sveitaheimilunum, þar til þeir lögðu að fullu upp laupana og dóu eða lögðust í kör. Atvinnutæki- færi fyrir hina, sem höfðu eytt ævinni við sjóróðra voru afturámóti engin eða fá, þegar þeir urðu að hætta róðrum. Það var helst þeir gutluðu eitthvað á skektu meðan þeir voru færir til þess og höfðu ráð á slíkum farkosti. Þetta sama rak ég mig á með sjó- mennina eftir að ég löngu síðar eða 1948 gerðist starfsmaður Sjómanna- félags Reykjavíkur. Þá voru með- limir Sjómannafélags Reykjavíkur 1600 og var það eitt af störfum mín- um að rukka inn félagsgjöld hjá öll- um þessum fjölda. Ég fór á hjóli um allan bæ og kynntist vitaskuld húsa- kosti og heimilisaðstæðum hjá fjölda sjómanna og þeirra fjölskyldum. Það var mörg fjölskyldan illa á vegi stödd og var þó liðið stríðið með sín- um tekjum við sjómennskuna. Þær gátu nú orðið misjafnar hjá sjó- mönnunum, þó fiskverð væri hátt og afli almennt góður. Þeir höfðu marg- ir komið sér upp þaki yfir höfuðið, þegar úr rættist um tekjurnar í byrj- un stríðsins, þá margir orðnir við aldur. Þeir voru svo allt stríðið með húsin eða íbúðirnar á sér og höfðu ekki efni á að fara í land til að fá sér léttari vinnu. Oft þurftu fjölskyldur þeirra á þeim að halda heima við.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.