Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Qupperneq 84

Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Qupperneq 84
82 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ í MÖRG HORN AÐ LÍTA RÆTT VIÐ GARÐAR ÞORSTEINSSON Ef Sjómannadagssamtökin hefðu ekki ráðist í uppbygg- ingu Hrafnistu-heimilanna, þá væru þau ekki til. Ríkissjóður lagði ekkert til uppbyggingu Hrafn- istu í Reykjavík — og framlag ríkis- ins til Hrafnistu í Hafnarfirði nam aðeins um 20% af byggingarkostn- aði hennar. Það er því hætt við að öðruvísi væri umhorfs í íslenskri öldrunarþjónustu, ef stéttarfélög sjómanna hefðu ekki bundist sam- tökum um fjármögnun og uppbygg- ingu Hrafnistu-heimilanna, en þar dvelja nú um 580 vistmenn.“ Þetta segir Garðar Þorsteinsson stýrimaður, framkvæmdastjóri Sjó- mannadagsins. Garðar er fæddur í Reykjavík 26. janúar 1935, sonur Þorsteins Árna- sonar vélstjóra, Gíslasonar yfirfisk- matsmanns á ísafirði, sem fyrstur manna setti vél í bát á íslandi og skrifaði Gullkistuna, og Ástu Jóns- dóttur Guðmundssonar sjómanns frá Eiðsstöðum við Bræðraborgar- stíg í Reykjavík. Hann ólst upp í vesturbænum og hefur búið þar alla tíð síðan. Að loknu gagnfræðaprófi frá Héraðsskólanum á Reykjum í Hrútafirði 1950, fór hann til sjós og var á skipum Landhelgisgæslunnar uns hann hafði klárað Stýrimanna- skólann (farmannadeild) 1957. Þá réðst hann til Skipaútgerðar ríkisins og var þar stýrimaður og afleysinga- skipstjóri í tvo áratugi, en fór í land vegna sjúkleika í baki um mitt ár 1977. Pá hafði hann verið 26 ár til sjós. Garðar varð fulltrúi Stýrimanna- félags íslands í Sjómannadagsráði 1965 o| var kjörinn í varastjórn þess 1970. Árið 1976 settist hann í aðal- stjórn sem ritari — og þegar hann fór í land ári síðar hóf hann störf á skrif- stofu Sjómannadagsráðs sem fram- kvæmdastjóri Sjómannadagshalds- ins og aðstoðarmaður Guðmundar H. Oddssonar, framkvæmdastjóra og aðalgjaldkera samtakanna. Við andlát Guðmundar 1983 tók Garðar við hans störfum og varð nánasti samstarfsmaður Péturs Sigurðsson- ar, ásamt stjórn ráðsins, við yfir- stjórn fyrirtækja Sjómannadagsins. En hver eru umsvif Sjómanna- dagsrúðs? Garðar svarar: „Fyrirtæki Sjómannadagsins eru Hrafnistu-heimilin í Reykjavík og í Hafnarfirði, Happdrætti DAS, Laugarásbíó, og jörðin Hraunkot austur í Grímsnesi, þar sem við höf- um skipulagt orlofshúsasvæði fyrir stéttarfélög sjómanna og einstakl- inga, en þar rákum við um árabil sumardvalaheimili fyrir börn. Velta þessara fyrirtækja er áætluð um 700 milljónir kr. á þessu ári og starfs- mennirnir nálgast sjöunda hundrað- ið yfir allt árið, en stöðugildi eru rúmlega 400. Öll þessi fyrirtæki hafa sitt sjálf- stæða reikningshald, en yfirstjórn þeirra er í höndum stjórnar Sjó- mannadagsráðs, en hana skipa: Pét- ur Sigurðsson, formaður, Þórhallur Hálfdánarson, gjaldkeri, Guðmund- ur Hallvarðsson og Grétar Hjartar- son meðstjórnendur, og sjálfur er ég ritari stjórnar. Við komum venju- lega saman einu sinni í viku, ræðum þau mál sem efst eru á baugi og tök- um allar meiriháttar ákvarðanir, hvort sem það eru nýbyggingar, breytingar eða lagfæringar, en síðan sjá daglegir stjórnendur um að fram- kvæma það sem stjórnin ákveður. Sem framkvæmdastjóri Sjómanna- dagsins á ég einnig náið samstarf við Ásgeir Ingvason, fjármálastjóra Laugarásbíós, Hrafnistu-heimil- anna og Barnaheimilissjóðs, sem annast rekstur jarðarinnar Hraun- kots. Helstu tekjustofnar okkar í gegn- um tíðina hafa verið 60% af hagnaði happdrættis DAS, 90% af skemmt- anaskatti á sölu aðgöngumiða að Laugarásbíó, og ágóði af hinu árlega Sjómannadagshaldi sem ekki hefur verið mikill, og sölu Sjómanna- dagsblaðsins. Pá hafa okkur verið færðar ómetanlegar gjafir frá fjöl- mörgum einstaklingum, fyrirtækjum og félagasamtökum. Allir þessir fjármunir hafa runnið óskiptir til uppbyggingar dvalarheimila fyrir aldrað fólk — og á Sjómannadagur- inn nú Hrafnistu í Reykjavík nær skuldlausa. Pað hefur hins vegar gengið erfiðar að fjármagna upp- byggingu Hrafnistu í Hafnarfirði, enda hafa allir tekjustofnar okkar dregist mjög saman á síðari árum. Sem fyrr segir lagði ríkissjóður ákveðna fjárupphæð til byggingar Hrafnistu í Hafnarfirði, eða sem svaraði um 20% af öllum byggingar- kostnaðinum. Tekjur af fyrirtækjum okkar hafa engan veginn hrokkið fyrir hinum 80% og höfum við að miklu leyti orðið að brúa bilið með lánsfé, t.d. frá Húsnæðismálastjórn ríkisins, en mest stoð hefur okkur reynst í Lífeyrissjóði sjómanna, sem ávallt hefur verið reiðubúinn að styðja við bakið á okkur. Til að létta undir með okkur ákvað Alþingi á síðasta ári að fella niður ákvæði í lögum frá 1963 um að 40% af hagnaði happdrættis DAS skyldi renna í Byggingarsjóð aldr- aðra og gengur nú hagnaður happ- drættisins óskiptur til okkar. Jafn- framt var ákveðið að leggja Bygging- arsjóð aldraðra niður og skipta eign hans jafnt á milli Framkvæmdasjóðs aldraðra og okkar, til að auðvelda okkur að greiða niður þær bygging- arskuldir sem hvfla á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hvað daglegan rekstrarkostnað varðar, þá er þess að geta að þeir vistmenn sem dvelja á hjúkrunar- deildum Hrafnistuheimilanna eru að öllu leyti á framfæri ríkisins, sér að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189
Qupperneq 190
Qupperneq 191
Qupperneq 192
Qupperneq 193
Qupperneq 194
Qupperneq 195
Qupperneq 196
Qupperneq 197
Qupperneq 198
Qupperneq 199
Qupperneq 200
Qupperneq 201
Qupperneq 202
Qupperneq 203
Qupperneq 204
Qupperneq 205
Qupperneq 206
Qupperneq 207
Qupperneq 208
Qupperneq 209
Qupperneq 210
Qupperneq 211
Qupperneq 212
Qupperneq 213
Qupperneq 214
Qupperneq 215
Qupperneq 216
Qupperneq 217
Qupperneq 218
Qupperneq 219
Qupperneq 220
Qupperneq 221
Qupperneq 222
Qupperneq 223
Qupperneq 224
Qupperneq 225
Qupperneq 226
Qupperneq 227
Qupperneq 228
Qupperneq 229
Qupperneq 230
Qupperneq 231
Qupperneq 232
Qupperneq 233
Qupperneq 234
Qupperneq 235
Qupperneq 236

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.