Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Page 85
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
83
Garðar Þorsteinsson í skrifstofu sinni.
Sjómannadagsblaðiö/Björn Pálsson
kostnaðarlausu, en þeir sem eru á
hinni almennu vist greiða á hinn
bóginn gjald, sem ákvarðað er af
svokallaðri daggjaldanefnd sjúkra-
stofnana, og er nú 1.450 krónur á
dag. Tryggingastofnun ríkisins hefur
milligöngu um þessar greiðslur og
gengur lífeyrir og tekjutrygging þess
fólks sem er á almennu vistinni upp í
dagvistargjöldin.
Hrafnistuheimilin er rekin á mjög
svipuðum grundvelli og aðrar sam-
bærilegar stofnanir í þessu dag-
gjaldakerfi. Það er reynt að gæta
eins mikils hagræðis í rekstrinum og
frekast er unnt og ríkisvaldið fylgist
afar grannt með því að tapið verði
sem allra minnst. Taprekstur þess-
ara stofnana fæst svo bættur með
svokölluðum halla-daggjöldum, sem
greidd eru eftirá.
Framundan hjá okkur er bygging
nýs hverfis verndaðra smáíbúða við
Naustahlein í Garðabæ. Þar munu
rísa 28 íbúðir eins og í raðhúsabygg-
ingunni við Boðahlein, ýmist 65 m2
einstaklingsíbúðir og uppí 95 m2
hjónaíbúðir. Þær verða allar í eigu
íbúanna sjálfra, eða aðstandenda
þeirra, og þær má selja á frjálsum
markaði með þeirri einu kvöð frá
sveitarfélaginu í Garðabæ að þar
megi aðeins búa fólk 60 ára og eldri.
Allar íbúðirnar verða tengdar örygg-
iskerfi við Hrafnistu í Hafnarfirði og
þangað geta íbúarnir sótt þjálfun og
endurhæfingu, læknisþjónustu og
hjúkrun, farið í sund, tekið þátt í
föndri og öðru félagslífi, og einnig
fengið mat frá heimilinu ef um veik-
indi er að ræða og nauðsynlega að-
hlynningu. Nú þegar er búið að út-
hluta öllum íbúðunum.
Þá stendur yfir áframhaldandi
uppbygging austur í Grímsnesi; við
höfum nýlega lagt hitaveitu inn á
orlofssvæðið í samvinnu við Gríms-
neshrepp og byggingu sundlaugar
við Félagsheimili sjómanna verður
væntanlega lokið fyrir Sjómanna-
dag.
Miklar breytingar hafa staðið yfir
á Hrafnistu í Reykjavík, hver hæðin
af annarri hefur verið endurbyggð til
að gera húsakynnin vistlegri fyrir
gamla fólkið og skapa þægilegri
vinnuaðstöðu fyrir starfsfólkið.
Þvottahúsi heimilisins hefur verið
gjörbreytt í tengslum við samvinnu
okkar við Skjól, hjúkrunar- og um-
önnunarheimilið sem nýlega er ris-
ið á lóð Hrafnistu, en við munum sjá
um allan þvott fyrir Skjól og einnig
alla matreiðslu fyrir vistmenn þess
og starfsfólk.
Engar stórframkvæmdir á borð