Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Page 93
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
91
Baldvin Jónsson í skrifstofu sinni. Sjómannadagsblaðið/Björn Pálsson
hefur farið minnkandi hin síðari ár,
einkum vegna þess hversu leyfum til
happdrættisútgáfu hefur verið
losaralega úthlutað. Ég held það sé
engum blöðum um það að fletta að
happdrættin í landinu séu orðin allt-
of mörg, þetta er lítið land og mögu-
leikarnir takmarkaðir og eftir því
sem happdrættunum fjölgar minnk-
ar einfaldlega hlutur hvers og eins.
Sjómannadagsráð hefur nýlega
fest kaup á húsnæði fyrir happdrætt-
ið í Tjarnargötu 10. Sjálfur var ég
lengst af þeirrar skoðunar að happ-
drættið ætti ekki að fjárfesta í eigin
húsnæði, skylda þess væri fyrst og
fremst að afla fjár til að byggja yfir
gamalt fólk. En svo var okkur
skyndilega sagt upp tíu ára leigu-
samningi, og vorum nánast á göt-
unni, þegar okkur bauðst að kaupa
þetta húsnæði af ríkinu við hagstætt
verð. Ég tel að það hafi verið rétt
ráðið hjá Sjómannadagsráði að láta
þetta húsnæði ekki úr greipum sér
ganga og hér höfum við komið okk-
ur vel fyrir.
Sex stúlkur starfa í aðalumboðinu
á fyrstu hæð, en aðrar sex á skrifstof-
unni uppi á annarri hæð, auk mín og
nýráðins aðstoðarframkvæmda-
stjóra, Atla Viðars Jónssonar.
Happdrættið hefur verið ákaflega
lánsamt með starfsfólk. Gjaldkerinn
okkar var t.d. ráðinn aðeins tveimur
mánuðum eftir að ég kom til starfa
og margar stúlkurnar eru búnar að
vera hér í 25-30 ár. Petta hefur verið
fyrirtækinu mikill styrkur og ekki
síst mér sjálfum, því berklaveikin
hefur aldrei hætt að angra mig og
starfsorka mín af þeim sökum farið
dvínandi með árunum og það hefur
því verið ómetanlegt að hafa fólk í
vinnu, sem kann sitt starf í þaula.
Núna erum við að renna inn í nýtt
tækniskeið, smámiðahappdrættin
hafa öðlast miklar vinsældir og sjálfir
ætlum við að reyna þá leið eins og
aðrir með svokölluðum Gullmola
sem kynntur verður á næstunni. En
hversu lengi þessir smámiðar verða í
tísku er ekki gott að segja. Sjálfur get
ég ekki gert mér grein fyrir fram-
vindunni öðruvísi en svo að happ-
drættið virðist byggja á mjög öflug-
um stuðningsmannahóp. Meðalald-
ur í landinu hefur farið síhækkandi
og vandamál því samfara snerta orð-
ið æ fleiri og eru nánast komin inn á
gafl hjá fjölda heimila. Þetta þýðir
að fólk vill í auknum mæli styrkja
það merka uppbyggingarstarf sem
Sjómannadagssamtökin hafa staðið
fyrir í þjónustu við aldraða. Og sjálf-
ur hef ég þá trú, að happdrætti DAS
verði lengi enn akkeri Sjómanna-
dagsráðs í fjáröflun.“
J.F.Á.