Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Page 101
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
99
sín ódýru vinnuafli frá vanþróuðum
eða kúguðum þjóðum. Til þess að
það sé framkvæmanlegt hafa skipin
verið skráð undir öðrum þjóðfána.
Þessi þróun hefur ekki náð hingað
enn sem komið er nema í mjög litlum
mæli en hvenær það verður veit eng-
inn. Sjómannasamtökin munu berj-
ast gegn henni með öllum tiltækum
ráðum. En úrslitum ræður afstaða
útgerða farskipanna hér á landi. Þær
starfa að mestum hluta á lokuðum
íslenskum markaði. Þeirra rök til
þess að manna skipin útlendingum
eru því léttvæg í samanburði við rök
siglingaþjóðanna hér í kring sem
reka sína flota í harðri alþjóðlegri
samkeppni — í samkeppni við skipa-
félög sem manna skipin ódýru
vinnuafli. Þeim er að vissu leyti vor-
kunn.
En íslenskum útgerðum sem sigla
eingöngu fyrir íslendinga er engin
vorkunn. Þær sigla á lokuðum ís-
lenskum markaði í samkeppni hver
við aðra; sem betur fer hafa erlend
skipafélög ekki náð að festa rætur á
þessum markaði. Þar kemur margt
til en megin ástæðan er sú, að hér á
landi er hvergi boðið upp á hafnar-
þjónustu fyrir útlendinga og þá á ég
við bæði viðlegurými og vöru-
geymslur eins og tíðkast í höfnum
erlendis. Ég sé enga ástæðu til þess
að Islendingar eyði fjármagni til þess
að koma slíkri þjónustu upp bara til
þess að laða að erlend skipafélög.
Ég tel að útgerðaraðilar farskipa
og hagsmunafélögin eigi að samein-
ast um að móta stefnu í þessu máli,
sem tryggi að allir flutningar að og
frá landinu fyrir íslendinga, skuli
annað af íslenskum skipum með ís-
lenskum áhöfnum.
Látum það ekki henda okkur
framar að skip undir fána annarra
þjóða mönnuð útlendingum annist
þessar siglingar, hvað þá strandsigl-
'ngar hér við land, það er vanvirða
við sjálfstæði þessarar þjóðar. Sagt
hefur verið, og þar sem góð vísa er
aldrei of oft kveðin, þá segi ég á ný;
„Forsenda sjálfstæðis eyþjóðar er að
geta sjálf á eigin skipum annast
flutning eigin nauðsynja.“ Þessi orð
eru jafn sönn í dag og þegar þau voru
fyrst sögð. Gerum þau því að kjör-
°rði dagsins. Gleðilega hátíð.
Skipstjórar og
úlgerðarmenn
rækjubáta
Flestar stærðir af rækjupokum m.a
Þéltir:
18 kg slærð: 50X80 cm
21 kg slærð: 60x80 cm
33 kg siærð: 60X100 cm
Grisja:
18 kg siærð 50x80 cm
Með eða án fyrirbands
Ciniiig hðfum við ;i boðsiólum
pokíilokunarvclar.
Kyniiið \ kkur \crð og gæði.
Baldur s.f.,
Stokkseyri
S. 99-3310
Toga raski pstjóra r
Rauðu hlerarnirfrá
Hleragerðinni eru:
Traustir,
fisknir,
og endingagóöir.
fí. HLERAGERÐIN HF.
(2 KIRKJUSANDI VIÐ LAUGARNESVEG
Vf 105 REYKJAVÍK
S. 91-685760