Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Síða 107
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
105
við mann sem var með drengjunum í
leik og starfi og í fimm sumur var
Sigurður Sigurðarson, sem nú er
prestur á Selfossi, hjá okkur við það
starf. Drengirnir voru á aldrinum 8-
12 ára þegar þeir komu og voru vana-
lega hjá okkur í tvö ár, yfirleitt 12-14 í
senn.
Þarna var ég fyrir vestan í 8 ár, en
flutti þá aftur í Hafnarfjörðinn, þar
sem ég hef búið frá því fyrir stríð, fór
á fersk-fisknámskeið og vann í Fisk-
matinu í eitt ár áður en ég var ráðinn
framkvæmdastjóri Rannsóknar-
nefndar sjóslysa. Þar starfaði ég síð-
an í 13 ár, eða til ársloka 1986, þegar
ég varð að hætta fyrir aldurssakir.
Jú, það hefur gríðar margt áunnist
1 öryggismálum sjómanna á síðustu
árum. Það var t.d. ákaflega mikils-
vert þegar Rannsóknarnefnd sjó-
slysa beitti sér fyrir því að neyðar-
sendir yrði settur í alla gúmbáta. En
stærsta átakið tel ég að hafi verið
þegar Matthías Bjarnason, þáver-
andi samgönguráðherra, skipaði
Oryggismálanefnd sjómanna. Þetta
var nefnd níu þingmanna sem starf-
aði í þrjú ár. Eg var skipaður ritari
nefndarinnar og hafði ákaflega gam-
an af að vinna með þingmönnunum.
Þeir voru úr öllum stjórnmálaflokk-
unum, en allir einhuga um að leggja
pólitíska þrefið á hilluna og reyna að
láta sem mest gott af sér leiða í þágu
bætts öryggis sjómanna. Nefndin hóf
störf sín með því að setja á fót hálf-
gerðan rannsóknarrétt, kallaði til
menn úr öllum áttum og yfirheyrði
þá til að fá sem besta yfirsýn um
hvernig málin stæðu. Nefndin lagði
fram áfangaskýrslu og síðan loka-
skýrslu og kom miklu til leiðar, svo
sem rakið hefur verið hér í blaðinu,
— og munu sjómenn lengi búa að
framgöngu þessarar þingmanna-
nefndar.
Nei, ég er ekkert farinn að ráð-
gera að flytja á Hrafnistu. Ég finn
ekkertfyrirelli, blessaðurvertu. Við
erum sem betur fer við góða heilsu,
hjónin, og búum í mátulega stóru og
þægilegu húsi, sem ég byggði okkur
1944. En ef ég þyrfti, þá myndi ég
ekki hika við að flytja á Hrafnistu —
þ-e.a.s ef ég fengi þar pláss. Á
Hrafnistu er gott að vera.“
ÚTGERÐARMENN - SKIPSTJÓRAR
Nú er góð aðstaða til að landa við austurhöfnina í Reykjavík.
Við veitum alla þjónustu við löndun úr frystiskipum.
Setjum í gáma.
Vanir menn.
LÖNPUN SF.
Reynlmelur 44,107 Reykjavik - Síml 28916
FROSTI HF.
SÚÐAVÍK
Fiskverkun
Rækjuvinnsla
Útgerð:
Mb. Sigrún IS-113
Mb. Hafrún IS-154
ÁLFTFIRÐINGUR HF.
Utgerð:
Bv. Bessi IS-410
Mb. Haffari IS-430
Mb. Valur IS-420
Faxamarkaðurinn hff.
við Austurbakka
pósthólf 875 121 Reykjavík
Sími 623080
Fiskuppboð
virka daga 07.30