Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Page 118
116
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
VALTÝR PÉTURSSON
LISTAMENNIRNIR OG HAFIÐ
Grein þessa samdi hinn ágœti málari og stórskemmti-
legi maður, Valtýr Pétursson, nokkru fyrir óvœnt andlát
sitt og valdi í liana þœr myndir af málverkum sem hér
birtast. Hann léstmeðan blaðið varí vinnslu þann 15. maí
sl., 69 ára að aldri.
Velflestir íslendinga hafa á einn eða annan hátt
einhvern tíma ævi sinnar verið tengdir sjó-
mennsku eða störfum við sjávarsíðuna. Land-
búnaður og sjósókn voru í eina tíð svo nátengd, aö vart
var sundurgreint, hvor iðjan mátti sín meir. Islenzk
tilvera er enn þann dag í dag nátengd hafinu, skipinu og
öllu því lífi, sem dregur andann og þrífst í andrúmslofti
sjómennskunnar og umhverfis hennar. Hafið er hinn
mikli lífgjafi, hinn breiði vegur, sem liggur heimshorn-
anna millum og skapar ævintýrið um hið óvænta, en
dulmáttur óendanleikans heillar á sérstakan hátt, sem
verður að upplifast í hugarheimi einstaklingsins og
verður oft á tíðum vaki að listsköpun í öllum listgreinum
— í málverkum, tónlist, bókmenntum og jafnvel dansi.
Hreyfing öldunnar hefur til að mynda haft mikil áhrif í
íslenzkri listsköpun, og má þar nefna til sögu hið fræga
Stokkseyrarbrim, sem örvaði tónskáldskap Páls ísólfs-
sonar oftar en ekki.
Pegar maður ígrundar, hver áhrif sjómennska og allt,
er henni tengist, hefur haft á íslenzkt málverk, hlýtur
BfiSiðSfc
Jón Stefánsson: Höfnin, 1924.
í Listasatni íslands.