Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Side 144

Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Side 144
142 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ MINN ÆÐSTI DRAUMUR VAR AÐ VERÐA SKIPSTJÓRI Á AFLASKIPI RÆTT VIÐ GILS GUÐMUNDSSON Skútuöldin, höfuðrit Gils Guðmundssonar, hefur nú selst í um 9 þúsund eintökum — og verður það að teljast harla fá- títt að rit um atvinnuhætti öðlist slík- ar vinsældir. En Skútuöldin er ekki aðeins ómetanleg heimild, heldur einnig mjög læsilegt rit, fróðlegt og skemmtilegt. Gils var tæp þrjú ár að vinna að þessu stóra verki sem í annarri út- gáfu var prentað í fimm bindum. Guðjón O. Guðjónsson bókaútgef- andi átti frumkvæði að bókinni og kostaði samningu hennar. Telur Gils að Guðjón Ó. sé að líkindum fyrsti bókaútgefandi á Islandi sem beinlín- is ræður mann upp á mánaðarlaun til að skrifa fyrir sig bók. Gils hófst handa vorið 1943, samdi þá ávarp til skútumanna sem hann dreifði um landið og sagði þar meðal annars: „Þilskipin eiga sér mikla og merki- lega sögu. Óhætt er að fullyrða, að útgerð þeirra var einhver traustasta undirstaða allra framfaranna, sem hér urðu á öldinni sem leið. Aldrei hefði íslendingum tekist að rétta við eftir áþján margra alda, ef þeir hefðu haldið áfram að „dorga dáðlaust upp við sand," og eftirlátið útlendingum einum að standa við stjórnvöl á glæstum fiskisnekkjum. Sá mikli fengur, sem þilskipin fleyttu að landi, gerði okkur kleift að rétta úr kútnum, bæði andlega og efnalega. Kynslóð skútualdarinnar tók við litl- um og lélegum kænum, en kom sér upp fríðum flota. Sú kynslóð tók við atvinnuvegunum örsnauðum og nið- urníddum, en skilaði þeim bjarg- álna. Hún tók við landinu í áþján, skilaði því frjálsu. Hún tók við tung- unni spilltri, skilaði henni hreinni. Hún tók við þjóðerniskenndinni í svefni, skilaði henni vakandi. Á fá- um áratugum var hinum ægilegu vá- gestum skorts og kvíða bægt frá ís- lenskum dyrum. Á skömmum tíma Þessi mynd af Gils var tekin 1946, um þaö bil sem hann lauk við samningu Skútuald- arinnar. var sinnulítil og sofandi þjóð glað- vöknuð og tekin að sinna verkefn- um, sem hvarvetna biðu. Margt hjálpaðist að til að skapa þessar miklu og snöggu breytingar. En þil- skipaútgerðin var hin hagræna und- irstaða alls þessa. Þess vegna er það brýn nauðsyn að halda til haga öllum fróðleik um þessi efni, stórum og smáum. Slíkt er hrein og bein skylda, ekki aðeins gagnvart hinni liðnu kynslóð, heldur miklu fremur vegna framtíðarinnar." Á árunum 1943-1944 ferðaðist Gils um landið, fór í helstu verstöðv- ar, ræddi við gamla menn og sögu- fróða, og spurðist fyrir um hvar skráðar heimildir væri helst að finna. Bókin kom fyrst út í tveimur geysi- þykkum bindum, 1944 og 1946, og fékk undireins hinar bestu viðtökur; fyrra bindið þurrkaðist t.d. upp á örfáum dögum, alls fjögur þúsund eintök. „Það voru skemmtilegustu dagar sem ég hef lifað," segir Gils: „Það hafði engum komið til hugar að bókin fengi aðrar eins viðtökur." Áhugi Gils á skútuöldinni vaknaði strax í bernsku hans í Önundarfirði. Hann er fæddur á gamlársdag 1914 að Hjarðardal innri í Mosvallar- hreppi, sonur Guðmundar Gilsson- ar bónda þar og Sigríðar Hagalíns- dóttur. Áður en faðir hans fór að búa hafði hann verið skútuskipstjóri og svo var um fleiri bændur í Önund- arfirði. Þegar þeir komu saman voru því gjarnan rifjaðar upp sögur frá sjómennsku þeirra á skútunum og tók Gils snemma að leggja við hlustir þegar skútusvalkið bar á góma. Og þegar Gils hafði lokið kennaraprófi rúmlega tvítugur, fór hann að safna í tómstundum sínum ýmsum frásögn- um og fróðleik um sjósókn Vestfirð- inga á liðnum tímum. Segir hann að það hafi vakað fyrir sér að semja síðar bók sem borið gæti heitið Vestfirskir sjómenn. í formála að seinni útgáfu Skútu- aldarinnar lætur Gils svo um mælt: „Þá skal að lokum nefndur til sögu maður, sem hvergi er getið í fyrstu útgáfu Skútualdar, en á þó að líkind- um meiri þátt í því en nokkur annar að ég fór að glíma við þetta efni. Sá maður er faðir minn, Guðmundur Gilsson. Hanp hafði verið skútu- skipstjóri í nokkur ár um það leyti sem ég fæddist og tók að vaxa úr grasi. Faðir minn er ekki sjálfhælinn maður og sagði lítt afrekssögur af sjóferðum sínum. En frá öðrum barst mér snemma vitneskja um það, að hann hefði verið farsæll skipstjóri og sómt sér með prýði í röðum vest- firskra skútumanna á lokaskeiði hinna seglprúðu gnoða. Ef til vill á myndin í litlu stofunni heima — hóp- mynd af mönnunum ungu og vask- legu sem útskrifuðust úr Stýri- mannaskólanum vorið 1912, drjúgan þátt í að ég lét á sínum tíma tii leiðast að skrá söguþætti skútualdar."
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.