Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Blaðsíða 200
198
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Henry Hálfdanarson í ræðustól á Sjómannadaginn, en hann var framkvæmdastjóri SVFÍ 1944-72.
maður að ganga í hús og selja Sjó-
mannadagsblaðið og merki dagsins.
Það var mikið gert til fjáröflunar.
Sjómannadagurinn opnaði t.d. dýra-
garð hér úti í Örfirisey, þar sem voru
gryfjur með sæljónum, apabúr o.fl.
og efndi til árlegs Sjómannadags-
kabaretts sem naut mikilla vinsælda
og setti svip á bæjarlífið með sínum
erlendu og innlendu skemmtikröft-
um.
A seinni árum hef ég undrast mjög
hversu miklu faðir minn kom í verk
öll þau ár sem hann var á oddinum í
Sjómannadagssamtökunum sam-
hliða framkvæmdastjórn Slysa-
varnafélagsins og áratuga langri setu
í stjórn Farmanna- og fiskimanna-
sambandsins. Það var gífurleg vinna
að koma Hrafnistu upp á tímum
leyfafargans og opinberra fjárfest-
ingarhafta. En móðir mín, Guðrún
Þorsteinsdóttir, stóð eins og klettur
við hlið hans og bjó föður mínum
það heimili sem gerði honum kleift
að gefa sig heilshugar að félagsmál-
um. Hún var hans stoð og stytta.“
Slysavarnafélag íslands var
stofnað í Bárubúð í Reykja-
vík 29. janúar 1928. Guð-
mundur Björnsson landlæknir var
kjörinn forseti félagsins og Jón E.
Bergsveinsson starfsmaður og erind-
reki þess.
Á næstu árum voru fjölmargar
björgunarsveitir stofnaðar út um
land, tækja og búnaðar var aflað
með skipulegum hætti eftir því sem
fjárhagur félagsins leyfði, og menn
þjálfaðir til björgunarstarfa.
Það gerðist margt fyrst á þessum
árum. Fyrsta Slysavarnadeildin var
stofnuð í Sandgerði 1928; fyrstu flug-
línutækin komu til landsins 1929;
Þorsteinn í Þórshamri gaf félaginu
fyrstu stórgjöfina 1929 og var hún
notuð til kaupa á fyrsta björgunarbát
félagsins; fyrsta kvennadeild SVFÍ
var stofnuð í Reykjavík 1930; og
fyrsta björgun með fluglínutækjum
var gerð 1931.
Sjálfkrafa myndaðist eins konar
björgunarmiðstöð í höfuðstöðvum
Slysavarnafélagsins í Reykjavík.
Þangað leituðu brátt allir í neyðar-
tilvikum, hvort sem um var að ræða
sjávarháska eða hættu á landi. Fram-
an af voru „höfuðstöðvar“ félagsins
þó í rauninni ekki annað en síminn
hjá starfsmanni þess.
„Þegar ég fer að muna eftir mér
var Slysavarnafélagið í einu herbergi
í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu,“
segir Haraldur. „Starfið mæddi þá á
tveimur mönnum: föður mínum og
Jóni Oddgeiri Jónssyni, sem ráðinn
hafði verið til félagsins 1937 til að
sinna slysavörnum á landi. Jón Odd-
geir vann mikið brautryðjendastarf í
umferðafræðslu og eldvörnum,
vakti athygli á öryggismálum á vinn-
ustöðum, hélt námskeið í skyndi-
hjálp o.s.frv.
En þungamiðjan hefur verið leit-
ar- og björgunarstarfið. í 60 ára sögu
félagsins hefur stjórn björgunarmið-
stöðvarinnar að mestu hvílt á herð-
um þriggja manna: Jóns E. Bergs-
veinssonar, föður míns, sem ráðinn
var skrifstofustjóri félagsins 1944 og
gegndi því til dauðadags 1972, og