Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Síða 212

Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Síða 212
210 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ SKYLDA HVERRAR KONU AÐ GANGA í SLYSAVARNAFÉLAGIÐ RÆTT VIÐ GUÐRÚNU R. PÉTURSDÓTTUR á er félagið hafði starfað í tvö ár og aflað sér trausts og vinsælda víða um land, datt erindreka félagsins, Jóni E. Berg- sveinssyni í hug, að leita sérstaklega til íslenskra kvenna um stuðning við félagið," skrifar Gils Guðmundsson í 25 ára afmælisrit SVFÍ: „Fram að þeim tíma höfðu tiitölulega fáar konur orðið til þess að gerast félag- ar. Þó var vitað, að hin ægilegu sjó- slys gengu engum nær hjarta en kon- unum, sem sumar hverjar áttu á sjónum eiginmenn sína og syni. Það var því aðkallandi nauðsyn ti! efling- ar félagsins, að ná auknu samstarfi við kvenþjóðina, eigi síst þar sem vitað var að mikið munaði jafnan um, þar sem konur lögðust á sveif.“ Fyrsta kvennadeildin var stofnuð í Reykjavík 28. apríl 1930 að forgöngu Steinunnar H. Bjarnason. „Þegar á fyrsta ári tókst deildinni að afla álit- legs fjár til slysavarnamála, og hefur deildin á því sviði unnið frábært starf á hverju ári síðan,“ skrifar Gils: „Strax næsta vetur gekkst deildin fyrir stofnun kvennadeilda í Hafnar- firði og Keflavík. Þegar skriður var kominn á starf kvenna í þágu slysa- varnanna, var sem deildirnar spryttu upp af sjálfu sér. Á næstu árum fylgdu konur í ýmsum útgerðarbæj- um fordæmi Reykjavíkurdeildarinn- ar og mynduðu sérstök félög til efl- ingar slysavarnahugsjóninni. Hafa konurnar staðið mjög framarlega í starfinu, sýnt mikinn dugnað, áhuga og fórnarlund. Einkum hefur kvennadeildunum orðið mikið ágengt við söfnun fjár til starfsem- innar.“ Af þjóðkunnum slysavarnakon- um má nefna Guðrúnu Jónasson, Gróu Pétursdóttur, sem sæmd var gullmerki Sjómannadagsins, Sess- elju Eldjárn, Rannveigu Vigfúsdótt- ur, — og núverandi varaformann SVFÍ, Ester Kláusdóttur. „Mér finnst það siðferðileg skylda hverrar konu að ganga í Slysavarna- félagið og sérstaklega þeirra sem giftar eru sjómönnum," segir ein af hinum dugmiklu slysavarnakonum Guðrún R. Pétursdóttir, formaður kvennadeildar Slysavarnafélagsins í Garði í samtali við Sjómannadags- blaðið. Guðrún er aðfluttur Garðverji, Vestmannaeyingur sem flutti í Garðinn með fjölskyldu sinni á fyrstu dögum eldgossins í Heimaey. Hún er fædd á Kirkjubæ, austast á Heimaey, dóttir Péturs Guðjónsson- ar frá Oddsstöðum í Vestmannaeyj- um og Lilju Sigfúsdóttur frá Eyrar- bakka. Faðir Guðrúnar var lengst af sjómaður og sjálf giftist hún sjó- manni, Jóel Guðmundssyni, nítján ára gömul — og hefur því frá blautu barnsbeini verið nátengd sjó- mennskunni. „Mér er ógleymanlegt úr æsku þegar báturinn Helgi fórst á Faxa- skeri, því við horfðum á það út um eldhúsgluggann heima í Kirkjubæ. Það var óhugnanlegt að vita af mönnunum tveimur komast upp á Faxasker og geta ekkert gert þeim til bjargar. Það liðu tveir sólarhringar áður en hægt var að komast til þeirra og þá voru þeir báðir látnir. Eftir þetta slys var björgunarskýlið reist á Faxaskeri. Um líkt leyti og ég giftist gekk einn bróðir minn, sem var sjómaður, í hjónaband, — og við létum það verða okkar fyrsta verk, mágkon- urnar, að ganga í Slysavarnadeildina Eykyndil í Vestmannaeyjum. Mág- kona pabba úti í Eyjum missti fjóra bræður sína í sjóinn á unga aldri og hún lét skrifa dætur sínar fjórar í slysavarnadeildina strax í æsku. Þennan háttinn hef ég líka haft á og mínar dætur eru báðar félagar í Slysavarnadeildinni. Ég var aldrei hrædd, hvorki um föður minn né um manninn minn á sjónum. Það kom náttúrlega víð mann ef vont var veður, en ég var aldrei hrædd. Ég hringdi til dæmis aldrei á Skylduna til að athuga um manninn minn, því mér fannst alltaf að hann myndi koma heim. Eftir að við fluttum upp á land reri maðurinn minn frá Sandgerði. Hann átti bát með tveimur bræðrum sínum og var annar þeirra landmaður. Bát- urinn þeirra hét Bára og var annál- aður fyrir hvað öllu var vel við haldið um borð, þar voru öll björgunartæki á sínum stað — og eins og margur hélt maður að það myndi aldrei neitt koma fyrir þá. Þeir voru líka svo samviskusamir að láta Tilkynninga- skylduna vita af sér. En einn daginn komu þeir ekki aftur. Það var 4. mars 1981. Þeir ætl- uðu að láta Tilkynningaskylduna vita af sér klukkan hálf sex um dag- inn — en þegar ekkert heyrðist frá þeim vissu allir að eitthvað myndi hafa farið úrskeiðis, því það hafði aldrei brugðist að þeir hefðu sam- band á tilsettum tíma. Þess vegna var undireins hafin leit. Það er nú stærsta öryggið við Tilkynninga- skylduna að ef menn eru kunnir að því að láta það aldrei bregðast að tilkynna sig, þá er strax farið að leita þegar það bregst og það getur eins og við vitum skipt sköpum um líf og dauða, hversu fljótt er farið að leita. Það veit enginn hvað gerðist, hvorki báturinn né líkin fundust. En seinna þóttust menn vita hvar flakið lægi norðvestur af Sandgerði, því þrisvar sinnum hafa togbátar fengið í vörpuna sitthvað af bátnum, t.d. ankerið sem ég held mikið uppá og er hér í garðinum hjá mér, og aftur- mastrið sem núna er flaggstöng við hús mágs míns hér við hliðina á mér. Þetta eru eins og minnismerki.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.