Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Síða 216
214
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Þá á kvennadeildin aðild að 17. júní nefndinni ásamt öllum öðrum félögum á staðnum, en ágóðinn af þeim degi kemur ekki Slysavarnafé- laginu til góða. Þar að auki sjáum við um kaffisölu á Sjómannadaginn, ásamt sjómanna- og verkalýðsfélag- inu og kvenfélaginu Gefn, en því er sömuleiðis haldið aðskildu frá störf- um okkar í þágu Slysavarnafélags- ins. Það er oft ansi gaman á Sjómanna- daginn og nóg að gera í Garðinum, því allir taka þátt í hátíðahöldum dagsins. Fyrst þegar ég kom hingað var Sjómannadagurinn að safna fé til að reisa minnisvarða drukknaðra sjómanna og allur ágóði af Sjó- mannadagshaldinu rann til þess verkefnis. Sjálf sat ég í Sjómanna- dagsnefnd þegar minnisvarðinn var vígður 1980 — og aðeins ári síðar voru blómsveigar lagðir þar til minn- ingar um minn eiginmann. Það gladdi mig mikið að minnisvarðinn skyldi hafa verið kominn upp. Jú, íbúar hér í Garði eru um 1100 — og auðvitað ættu félagar í kvenna- deildinni að vera fleiri en 60. En það er margt sem glepur. Hér eru t.d. starfandi tíu félög af ýmsu tagi og það virðast allir hafa svo mikið að gera. Sömu sögu er að segja víða út um land. En þó er bót í máli að við sem störfum innan kvennadeildanna erum yfirleitt mjög samtaka, fullar kapps og áhuga, um að leggja okkar af mörkum til eflingar Slysavarnafé- laginu og björgunarsveitum þess. Fyrir hönd kvennadeildarinnar hér í Garði er ég mjög ánægð með framgang björgunarsveitarinnar Ægis, sem eins og ég sagði er orðin ein best útbúna björgunarsveit landsins. Núna nýlega færði Vita- og hafnarmálastjórn sveitinni til afnota fullkomna miðunarstöð, sem mikil þörf er fyrir, þegar svo mikið er orð- ið af litlum bátum í Faxaflóa, sem stundum þarf að hjálpa í land. Auð- vitað komum við aldrei í veg fyrir sjóslys — ,en það ætti að vera unnt að draga stórlega úr þeim með bættum tækjakosti í landinu, bættum örygg- isbúnaði um borð í skipunum, en ekki síst með aukinni þekkingu á notkun þeirra tækja og þess búnaðar sem fyrir hendi er og í þeim efnum er lilutverk Slysavarnaskóla sjómanna ákaflega mikilsvert. Síðast liðinn vetur hafa orðið mörg sjóslys og þar á meðal tvö hér út af Garðskaga. Ég vil að lokum mega nota tæki- færið og óska sjómönnum um land allt til hamingju með daginn. J.F.Á.
Sjómannadeginum í fíeykjavík og Hafnarfirði eru færðar bestu kveðjur c 50 ára afmæli hans. Megi honum eftirleiðis sem hingað til auðnast sú gæfa að efla og styrkja það starf sem hann hefur tekið að sér fram að þessum t—tum. Trésmiðaf éla< Reykjavíku ? 3 r
Sjómannadeginum í fíeykjavík og Hafnarfirði eru færðar bestu kveðjur á 50 ára afmæli hans. Megi honum eftirleiðis sem hingað til auðnast sú gæfa að efla og styrkja það starf sem hann hefur tekið að sér fram að þessum tímamótum. Verkalýðsfélagið Jökull Ólafsvík
Sjómannadeginum í fíeykjavík og Hafnarfirði eru færðar bestu kveðjur a 50 ára afmæli hans. Megi honum eftirleiðis sem hingað til auðnast sú gæfa að efla og styrkja það starf sem hann hefur tekið að sér fram að þessum tímamótum. Hafnarfjarðarhöf n