Sjómannadagsblaðið - 05.06.1988, Page 230
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
228
Ágætt samstarf er milli Slysavarnafélagsins og varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Þarna er þyrla varnarliðsins að sækja sjúkan
mann í rússneskan verksmiðjutogara.
arsveitarmenn sunnan jökla fóru til
móts við félaga sína á Norðurlandi.
Þetta var vísirinn að þeirri umdæma-
skiptingu sem síðar varð í starfi fé-
lagsins og hinum víðtæku samæfing-
um björgunarsveitanna.
Næsta stóra verkefnið sem félagið
tókst á hendur var að koma upp
neyðartalstöðvum eða neyðarsím-
um í skipbrotsmanna- og fjallaskýl-
in, svo að hrakningsmenn gætu kom-
ið frá sér boðum. Við héldum í
hringferð með okkar gömlu
Sæbjörgu, héldum fundi með deild-
unum út um land og fórum í skýlin,
máluðum þau og settum upp þessi
neyðartæki.
Arið eftir var mér falið stórt verk-
efni í sambandi við umferðabreyt-
inguna í maí 1968. Pá fór fram-
kvæmdanefnd hægri umferðar þess á
leit við félagið að það skipti landinu í
umdæmi og stofnaði umferðarör-
yggisnefndir í hverju byggðarlagi og
skipulegði starf þeirra. Það var mik-
ið verk að hrinda þessu í fram-
kvæmd, en að sama skapi ánægju-
legt, eins og jafnan þegar samhugur
ríkir og margir leggja hönd á plög-
inn.
Erindreksturinn var ákaflega
skemmtilegt starf, lifandi og fjöl-
breytilegt, og hvar sem maður kom
um landið mætti maður stakri velvild
og hlýju. Pað var hrífandi að kynnast
hinni fórnfúsu lund slysavarnafólks
víða um land og ekki síst hinum eld-
lega áhuga Slysavarnakvenna.
Mér er tamt að vitna til
frumherjanna fjögurra
þegar talið berst að
slysavarnamálum. Fyrstur á vett-
vang var síra Oddur V. Gíslason á
Stað í Grindavík. Oddur var sjó-
sóknari mikill og vissi því af eigin
reynd um hvað hann var að tala. Til
að ýta við mönnum gaf hann út tíma-
ritið Sœbjörgu og stofnaði svoka-
llaðar bjargráðanefndir út um land.
Hann lagði höfuðáherslu á að sjó-
menn lærðu sund og notuðu báru-
fleyga. En þessi merki maður flosn-
aði héðan upp vegna fátæktar og
flutti af landi brott með fjölskyldu
sína, gerðist prestur og læknir í ís-
lendingabyggðum vestan hafs.
Næstur í röðinni er Guðmundur
Björnsson landlæknir. Hann flutti
merkan fyrirlestur um mannskaða
og sjósíys þegar kútterinn Geir fórst
frá Hafnarfirði 1912 — og þann 29.
janúar 1928 var hann kjörinn fyrsti
forseti Slysavarnafélags íslands. Pað
mun hafa verið Guðmundur, þessi
orðhagi maður og skáld, sem átti
hugmyndina að því að félagið var
fremur kennt við slysavarnir en
björgun. Guðmundur hélt kröftuga
ræðu á stofnfundi félagsins og vitn-
aði þá m.a. til skáldbóndans á Borg,