Eimreiðin - 01.01.1927, Blaðsíða 25
EIMREIÐIN
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
5
og ætlunin í ágústbyrjun 1925, þegar námueigendur lýstu því
Yfir, að þeir gætu ekki haldið rekstrinum áfram nema kaup
verkamannanna lækkaði. En verkamenn neituðu að fallast á
launalækkun. Hljóp þá ríkið undir bagga með námueigend-
um og greiddi hallann af rekstri námanna á tímabilinu frá 1.
ágúst 1925 til 1- maí 1926. Þessi greiðvikni ríkisins kostaði
það hvorki meira né minna en um 20 miljónir sterlingspunda,
en auðvitað var ætlunin að nota þenna tíma til þess að ráða
fram úr vandræðunum til fullnustu. Það tókst ekki. Leiðtogar
verkamanna vildu láta þjóðnýta námurnar, en það vildu námu-
eigendur ekki. Þeirra ráð var að lækka kaup verkamannanna
eða lengja vinnutíma þeirra í námunum, og boðuðu verkbann,
ef ekki yrði af sættum. Sættir urðu engar, og verkbannið
skall yfir.
Þá hófst allsherjarverkfallið mikla, sem stóð yfir frá 3.—12.
maí. Allar samgöngur innanlands stöðvuðust um stund, og
vinna öll féll niður. Víðsvegar um landið urðu róstur, en þó
engar stórvægilegar nema helzt í Glasgow á Skotlandi og
héruðunum þar í kring. Margvíslegar tilraunir voru gerðar
víðsvegar að til þess að koma í veg fyrir verstu afleiðingarn-
ar af verkfallinu. Mestur vandinn hvíldi á stjórninni og for-
sætisráðherranum, Stanley Baldwin. Enska kirkjan, með bisk-
upinn af Kantaraborg í broddi fylkingar, lagði og fram tillögur
um, hvernig ráða skyldi allsherjarverkfallinu til lykta. En ekki
voru þær tillögur nein lausn á sjálfri koladeilunni.
Agreiningur hafði þegar áður en allsherjarverkfallinu lauk
komið upp meðal leiðtoga verkamanna urn það, hvaða leiðir
skyldu farnar í deilunni. Kommúnistar og þeirra fylgismenn
vildu berjast til þrautar, en hægfara jafnaðarmenn (socialistar),
nieð Ramsay MacDonald í broddi fylkingar, vildu láta aftur-
kalla allsherjarverkfallið sem fyrst. Þeirra stefna varð ofan á.
Þessi innbyrðis ágreiningur veikti aðstöðu námumannanna
mjög.
Þó að allsherjarverkfallinu létti af svo fljótt sem raun varð
á, fyrir ötula framgöngu manna úr ýmsum flokkum, var lausnin
á koladeiiunni jafnfjarlæg eftir sem áður. Hvorugir létu und-
an, hvorki námueigendur né verkamenn, og námurnar lágu
óhreyfðar. Námumennirnir héldu fast saman lengi vel, enda
nutu þeir nokkurs styrks víðsvegar að. Langstærsti skerfurinn
kom frá Rússlandi, en auk þess lögðu verklýðsfélög bæði er;
lend og innlend þeim til fé úr sjóðum sínum eftir föngum. I
lok septembermánaðar lagði stjórnin nýjar tillögur til sátta
fyrir fulltrúaráð námumanna. Þessar tillögur mættu mikilli
niótspyrnu meðal námumannanna, enda voru þær að mestu
Wti í samræmi við stefnuskrá námueigendanna. Svo fór líka