Eimreiðin - 01.01.1927, Side 27
eimreiðin
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
7
Koladeilan brezka var ekki fyrst og fremst barátta um
breytt laun eða vinnutíma þeirra, sem í námunum vinna. Hún
yar miklu meira. Hún var barátta um tvær gerólíkar stefnur
í þjóðfélagsmálum. Samskonar barátta er nú háð víðsvegar
um heim, og ennþá er hvergi nærri séð fyrir endann á
þeirri sennu.
Barátta ríkis oq Deila sú, sem nú stendur yfir milli ríkis og
kirkju í Mexíkó. kirkju í Mexíkó, hófst 1. ágúst í sumar og
er alvarlegasta misklíðin, sem upp hefur komið
niilli kaþólsku kirkjunnar og ríkisvaldsins síðan deilunni miklu
* Frakklandi lauk fyrir nálega 20 árum, sem endaði með
skilnaði ríkis og kirkju þar í landi. Með stjórnarskránni 1857
náði mexíkanska ríkið undir sig allmiklu af auðæfum kirkj-
unnar og fékk talsverð áhrif á málefni hennar. Meðan Mexí-
l<ó heyrði undir Spán réð kaþólska kirkjan þar lögum og
lofum. Hún átti t. d. alt að helmingi allra fasteigna og auð-
linda landsins. Hún átti miklar námur og var farið með
yerkamennina í námunum eins og þræla. Hún réð mestu
í skóla- og sveitarstjórnarmálum. Kirkjan var útlend, og
spanskur aðall var hennar meginstoð og stytta. Innlendir menn
höfðu ýmugust á henni, og í augum þeirra var hún tákn aftur-
haldsins og hins útlenda valds í landinu. Það var því ekki
nema eðlilegt að hún fengi að kenna á syndum sínum eftir
að landið varð lýðveldi. Fyrir fimmtíu árum komst Mexíkó
undir einræðisstjórn. Porfirio Diaz drotnaði þar um langt
skeið harðri hendi, og átti kirkjan ekki upp á háborðið hjá
honum. En smám saman styrktist kirkjan aftur og náði sín-
Um fyrri völdum. ]afnan þótti hún afturhaldssöm, og sem
dæmi um mentunarástandið í landinu má nefna, að níu tí-
yndu hlutar þjóðarinnar voru ekki læsir. Eftir að Diaz datt
úr sögunni hófst stjórnarbylting í landinu, sem lauk með
stjórnarskránni 1917. Með henni var í ýmsu hnekt gengi
hirkjunnar, og hófst nú fyrir alvöru sundurþykkja sú, sem nú
er orðin að fullum fjandskap. Sá, sem mestan þáttinn átti í
tví að koma stjórnarskránni á, var Carranza forseti, en það
er fyrst nú eftir níu ár, að verið er að koma fyrirmælum
hennar gagnvart kirkjunni í framkvæmd. Það er núverandi
forseti mexíkanska lýðveldisins, Plutarco Calles, sem hefur
tekið sér þetta fyrir hendur.
Samkvæmt stjórnarskránni er kirkjan í eðli sínu talin fjand-
samleg ríkinu, þar sem hún er útlend, og skulu eignir hennar
falla undir ríkið. Fullkomið trúarbragðafrelsi sé í landinu, og
öH kenslumál skulu tekin úr höndum kirkjunnar manna.
Prestar mega ekki stofna nein pólitísk félög, og liggur við sex