Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1927, Page 30

Eimreiðin - 01.01.1927, Page 30
10 VIÐ ÞJÓÐVEGINN eimreiðiN Stresemann réðu ráðum sínum í Thoiry um að koma á sam* vinnu. Svartliðum (fascistum) hefur ætíð verið fremur lítið um Þjóðabandalagið. Þeir vilja stofna voldugt kaþólskt, latneskt ríki og helzt að öll rómönsku löndin við Miðjarðarhafið myndj slíkt ríki. Þessi hugmynd hefur einkum komið skýrt fram hjá Italanum Francesco Coppola, sem er einn af tryggustu fyls*' fiskum Mussolinis, og er hún öðru hvoru rædd í ítölskum blöðum. Francesco Coppola telur latneska og kaþólska menn- ingu í voða vegna sívaxandi áhrifa Engilsaxa og mótmælenda. Þess vegna sé það skylda hinna rómönsku þjóða að samein- ast gegn þeim. í augum svartliða er það fásinna, að Frakkar og ,Þjóðverjar vinni saman, því Frakkar eru rómanskir eins og ítalir. Síðan stjórnarbyltingunni í Rússlandi lauk, 'irTmltfla00" ^efur verið unnið að því í kyrþey í Rúss- landi að koma í framkvæmd nýju þjóðskipu- lagi, grundvölluðu á alt öðrum kenningum í hagfræði, þjóð- félagsfræði og stjórnfræði en ráðið hafa mestu í Evrópu undanfarið. Eftir fjögra ára byltingu og blóðsúthellingar reis nýtt Rússland úr rústunum. Frégnirnar þaðan hafa verið ærið ógreinilegar til skamms tíma, en smám saman er ástandið þar að skýrast, eftir því sem ólgan lægist og kyrð kemst á hugina- Rússland nútímans, eða Bandaríki Rússlands, nær að minsta kosti yfir sjöunda hlutann af öllu landsyfirborði hnattarins, og íbúatalan er yfir 140 miljónir. Miðstjórn Bandaríkja Rússlands hefur aðsetur sitt í Moskva. Stórfeldar tilraunir hafa þegar verið gerðar á flestum sviðum til þess að koma í frarnkvæmd hugsjónum kommúnista, sem er hinn ráðandi stjórnmálaflokk- ur í landinu. Ríkið leiðir að mestu leyti alla framleiðslustarf- semi, annaðhvort í þjóðnýtingar- eða samvinnuformi. Ein- staklingsrekstur í smærri stíl er þó engan veginn úr sögunni enn. Samkvæmt opinberum skýrslum voru tekjur alríkisins árið 1925 rúmlega 63/4 miljarðar króna, en árið 1923 aðeins rúmir 3V3 miljarðar. Sýnist því hér um mikla framför að ræða á ein* um tveim árum. Tíminn leiðir í ljós, hvort hin stórfelda til- raun þeirra Lenins og Trotskys, svo nefndir séu tveir helztu feður Rússlands hins nýja, fær staðist, en alt sýnist benda á, að Bandaríkin rússnesku standi fastari fótum nú en nokkru sinni áður. Deila nokkur kom upp síðastliðið sumar innan rússneska kommúnistaflokksins, aðallega út af afstöðu rússnesku bænd- anna til verkalýðsins í bæjunum. Trotsky og vinstri vængur kommúnista töldu verkalýð bæjanna sæta hlutfallslega þyngn skattaálögum en bændurna og vildu láta kippa þessu í laS>
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.