Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1927, Side 34

Eimreiðin - 01.01.1927, Side 34
14 HÚN VAR SVO RÍK, HÚN LAUFEY eimreidiN vinnu, stutt hendi undir kinn og horft niður fyrir fætur sér. Svo brá hann kannske alt í einu við, þreifaði annari hendi á brjóstinu, kinkaði kolli og brosti. Laufey hafði veitt honum meiri athygli en öðrum rnönnum — og henni fanst hún vera einhvernveginn öðruvísi í návist hans en annara. Hún, einmitt hún, virtist vera eina manneskj- an á heimilinu, sem hann gæfi nokkurn verulegan gaum. Hann hafði stöku sinnum numið staðar hjá henni, eins og hann ætlaði að yrða á hana — og hún hafði tekið eftir því, að hann hvarflaði oft augunum þangað, sem hún var. Hugur hennar dvaldi hjá honum oftar og oftar — og stundum, eink- um þegar hún var háttuð á kvöldin og hafði dregið sængina upp yfir höfuð — þegar enginn sá hana, og hún gat engan séð, þá gægðist fram spurning úr leyndustu fylgsnum sálar hennar. — Getur það verið, að honum sé ekki sama um mig, mig — vesalings krypplinginn? Laufey brá við. Hún tók nú eftir því, að hún hafði góða stund handleikið sömu fötuna — þá síðustu. Hún þurkaði hana vandlega og hvolfdi henni hjá hinum, vatt úr dulunni og hengdi hana á staur. Svo helti hún úr vatnsfötunni, studdi annari hendinni á kálgarðsvegginn og starði út í húmið. Hún heyrði þrusk innan úr stofunni. Nú stóðu þeir upp» húsbóndinn og Halldór. Stofudyrnar voru opnaðar. — Góða nótt! Það var húsbóndinn, sem talaði. Laufey hlustaði. ]ú, hann fór til baðstofu . . . En Halldór — hann gekk fram! Hún tylti sér á tá og hélt niðri í sér andanum. Hægur andvari kom hvíslandi ofan úr dalnum, læddist fyrir húshornið og strauk mjúklega um vanga henni. Lausir lokkar hrundu niður um andlitið — og hún kendi undarlegs, æsandi titrings, er þeir fóru kitlandi um kinnarnar. Nú var Halldór kominn út á hlaðið. Hún heyrði, að hann nam staðar — fann að hann starði á hana — og það var sem hún væri stungin ör- smáum nálaroddum í hálsinn við hársræturnar. Hún heyrði andardráttinn að baki sér, hægan og þungan. Hún beit a vörina og krepti höndina fastar um hölduna á fötunni. Nú ræskti Halldór sig, eins og hann væri að láta vita af sér. En
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.