Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1927, Page 38

Eimreiðin - 01.01.1927, Page 38
18 HÚN VAR SVO RÍK, HÚN LAUFEY eimreiðiN eftirvæntingu. Hún vissi svo lítið — en hafði vonað svo mikið . . . Hún hrökk við. Hún heyrði fótatak. Nú kom Halldór. Hún starði niður á götuna — og það kom meira líf í augun. Hugsanirnar urðu skýrari og vonirnar djarfari. Hún varð að trúa því, að hann vildi henni eitthvað sérstakt. Hann hefði ekki annars beðið hana að vera sér samferða í kvöld. Þar eð Halldór kom að framan, sá hún hann ekki fyr en hann var kominn heimfyrir steininn. Hann gekk utan við göt- una, og hún heyrði skrjáfið í grasinu, heyrði lyngkvistina brotna undir fótum hans. Hann fór hægt og hikandi og skimaði heimyfir brekkuna. Nú nam hann staðar og stóð kyr um hríð. Hún hélt niðri í sér andanum. Mundi hann nú snúa sér við og sjá hana? Nei, nú h'élt hann áfram. Hún varð að láta hann vita af sér. Og hún nefndi nafn hans, lágt, en skýrt. Hann stanzaði og lagði hendurnar aftur fyrir bakið. Nokk- ur augnablik starði hann á hana, eins og hann væri að átta sig. Svo brosti hann hálfvegis vandræðalega, drap höfði og gekk þegjandi til hennar. Hann settist á þúfu beint á móti henni og hallaðist fram á hendur sér. Hann horfði niður í grasið — og var alvarlegur og þungbúinn. Við og við mjakaði hann sér til á þúfunni og leit hornauga til Laufeyjar, órór og eins og hann væri í vafa. Hún sat grafkyr, var tekin til augnanna og bleik sem bast. Hún þrýsti olmbogunum á hnén og hélt höndunum fast utan um höfuðið, til þess að leyna því, að hún skalf. Og hún leit ekki af Halldóri. Alt í einu rétti hann sig upp — og nú horfðust þau um stund í augu. Svo leit hann undan — og mild og ugglaus gleði breiddi sig yfir andlitið. Hann læddi hendinni niður a brjóstið og dró upp litla bók, sem brugðið var um teygju- bandi. Hann velti henni fram og aftur milli handa sér — og rétti hana svo að Laufeyju. Hún tók gætilega við henni, skoðaði hana utan og leit síðan spyrjandi á Halldór. Hann kinkaði kolli, ánægjulegur og íbygginn. Og Laufey smeygði af teygjubandinu og opnaði bókina. Svo leit hún aftur á Hall- dór: Var það virkilega eins cg henni sýndist? Voru þetta bankaseðlar? Hann kinkaði kolli á ný — og hún bar bókina
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.