Eimreiðin - 01.01.1927, Page 41
Eimreiðin HÚN VAR SVO RÍK, HÚN LAUFEY 21
yið túnið, svo að ekki þyrfti að brenna taði . . . Loks kom
iöng lýsing á vinnubrögðunum sumar og vetur.
Hann horfði forvitnislega á Laufeyju, þegar hann þagnaði.
Hún mundi þó líklega skilja hann?
Hún sat þögul og íhugandi um hríð. Svo sagði hún lágt
~~ og röddin var þrungin af aðdáun:
— En þú þarft nú ekki að vera að óska þér þessa, þú,
sem átt alla þessa peninga?
Hann greip aftur lynghrísluna, og höndin skalf, er hann
Hysjaði börkinn með nöglinni . . . Ojú, Laufey hafðí víst skilið
hann. Svo sannarlega hafði hún vitað, hvað hann fór . . .
Og aðdáunin! Hvað mundi þá verða fyrir austan, þegar alt
yaeri orðið eins og það átti að verða ? . . . Bara að gá að
t>ví að gera sig ekki broslegan ... 0, hann mundi þau svo
Vel, þessi hlæjandi og spottandi andlit! Hann lét lynghrísluna
öetta, tók hana upp á ný, fitlaði við greinarnar og þuklaði
le9ginn . . .
Laufey snart hönd hans og hvíslaði þýtt og biðjandi:
— Viltu ekki segja mér meira?
Hann varp öndinni og hvarflaði augunum umhverfis sig.
Svo leit hann á Laufeyju og brosti.
— Nei, það er orðið svo seint. Nú förum við heim.
Þau stóðu á fætur og héldu af stað, hann rösklegri í spori
°9 karlmannlegri en hann átti vanda til, hún mjúk í hreyf-
ln9um, með augun full af ást og aðdáun.
III.
Næstu kvöldin urðu þau Halldór og Laufey samferða heim
al engjunum. Hann sagði henni frá fyrirætlunum sínum, tal-
aði um jörðina, bæinn og fénaðinn, endurtók margt af því,
Sem hann hafði áður sagt, og bætti nýju við. Stundum lagði
^ún orð í belg, gaf honum jafnvel hugmyndir, sem honum
^ótti fengur í. Og góðbúið varð fullkomnara og fullkomnara
hverjum deginum sem leið.
Vinnukonurnar í Hvammi sváfu uppi á Iofti í framhýsinu.
Þær voru þrjár, auk Laufeyjar. Tvær þeirra, Gróa og Þórunn,