Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1927, Page 45

Eimreiðin - 01.01.1927, Page 45
EIMREIÐIN HÚN VAR SVO RÍK, HÚN LAUFEV 2S sem að minsta kosti dygði í bráð . . . Svo var þá að sjá hverju fram yndi . . . Hún gekk á ný til Laufeyjar og lagði handlegginn um herðar henni. — Laufey mín. Ég ætla ekki að fara illa að þér og ekki skipa þér neitt. En ef þú heldur að ég vilji þér vel, þá gerðu nú það, sem ég bið þig um: Vertu ekki ein með Halldóri fyrst um sinn . . . Þá fáum við að sjá, hvað þú ert honum mikils virði. ]á, ég veit, að þú þykist viss um, að þér stafi aldrei neitt ilt af að vera með honum — en gerðu nú þetta fyrir mig, sem er eldri og veit betur hvað veröldin er viðsjál. Laufey hallaði höfðinu upp að kinn húsfreyju og skalf af þungum ekka. Og húsfreyja strauk henni um vangann og hvísl- aði milt og lágt: — Ætlarðu þá að lofa mér þessu? Laufey leit upp, horfði á hana djúpum og hreinum barns- augum, fullum af sorg og sársauka. — ]a-ahá . . . é-he-eg . . . lo-fa . . . þé-er . . . þvi-í . . . Húsfreyja þokaði henni til á stólnum og settist við hlið henni, vafði hana að sér og vaggaði henni hægt og rólega — eins og hún vildi svæfa sorgina. IV. Laufey sá það oftlega, að Halldór reyndi að stilla svo til, að þau yrðu ein saman — og hún brann af löngun til að vera með honum eins og áður. En hún þröngvaði sér til að forðast hann. Hún varð að bera þá byrði, sem hún hafði tekið sér á herðar. Hún varð að bíða, þó að biðin væri henni kvöl. Svo var það dag einn, að fólkið fór ekki á engjar, þar eð þurkur var góður, en mikið hey undir. Stundu eftir miðaftan var tekið að sæta, og skipaði húsbóndinn þeim Laufeyju og Gróu í flekk með Halldóri. Þau unnu af kappi — og Laufeyr sem jafnan var óstyrk og eins og utan við sig í návist Hall- dórs, saxaði eitt fangið af öðru, án þess að líta til hægri eða vinstri. Loks leit hún upp, þá er ekki var annað eftir af flekknum en dreifarnar. Halldór var að setja síðasta fangið í lönina, en Gróa sást hvergi. Hún var þotin í næsta flekk, en hann , var neðan við bæjarhúsin. Laufey drap höfði og kreptt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.