Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1927, Page 47

Eimreiðin - 01.01.1927, Page 47
EIMREIÐIN HÚN VAR SVO RÍK, HÚN LAUFEY 27 hana, en hún hafði forðast hann, látið sem hún vildi hvorki heyra hann né sjá — og nú treysti hann henni ekki lengur! Hún taldi sér trú um þetta, unz það var orðið að vissu. Og vissan veitti henni sársaukablandna sælu. Þó að hún væri krypplingur, þá hafði samt karlmaður lagt hug á hana og trúað henni fyrir því, sem hann sagði engum öðrum . . . . . . En svo var það heimilisfólkið. Hún vissi, að því datt ekki í hug, að Halldóri þætti vænt um hana. Sumt sýndi henni meðaumkun, svo sem þær húsfreyja og Gróa — og aftur á móti voru aðrir, eins og t. d. Þorbjörg, sem hreyttu í hana skætingi og spottuðu hana. En í augum og látbragði allra sá hún það sama: — Hvers hefur hún að vænta af lífinu, hún, vesalings krypplingurinn? Og hún fann að hvert bros, hvert augnatillit, hvert með- aumkunarorð og hvert spottyrði brendi sig inn í sál hennar. En henni fanst sem líf hennar lægi við, að hún léti ekki bug- ast. Hún lét sem minst á því bera, að henni liði illa. Hún gerði sig kæruleysislega, þegar hún var spottuð, hún brosti, þegar gráturinn tók fyrir kverkar henni. Og smátt og smátt varð það hjá henni að föstum ásetningi að ná fundum Hall- dórs, þá er tækifæri gæfist, vekja hjá honum minningarnar um þær stundir, sem þau höfðu átt saman, og reyna að vinna traust hans á ný. V. Kvöld eitt í sláttarlokin var danzskemtun haldin á Fagur- eyri — og fór þangað sjö manns úr Hvammi. Heima voru að eins húsráðendur, Sigfús gamli, faðir bónda — og þau Halldór og Laufey. Laufey hafði tekið að sér kvöldverkin — og þá er þeim var lokið, bauð húsfreyja henni að lána henni bænakver og leyfði henni að fá sér olíu á lampa. Laufey svaraði fáu til, en þegar hún hafði þvegið sér og greitt inni í eldhúsinu, fór hún með bænakverið fram í herbergi sitt og lagði það þar á borðið. Síðan tók hún flösku, fór með hana út í skemmu og fékk sér á hana olíu. En á leiðinni inn féll hún um gólfdulu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.