Eimreiðin - 01.01.1927, Qupperneq 57
Eimreidin hún var svo RÍK, HÚN LAUFEV 37
hjó blóðrauðum tönnum í raftana í göngunum og sleikti torfið
°9 grjótið í veggjunum. En Halldór nam ekki staðar. Hann
beygði sig áfram, byrgði andlitið með vinstri handleggnum og
íálmaði fyrir sér með þeim hægri. En skyndilega sveiflaði
bálið á móti honum breiðri eldtungu. Hún vafðist um höfuð
honum og herðar, eins og blaktandi, vindþanin veifa. Hann
rétti sig snögglega upp, baðaði út höndunum, féll aftur á bak
°9 engdist sundur og saman. Svo spratt hann á fætur, og
fötin og hárið stóðu í ljósum loga. Hann sneri sér við til
hálfs, hentist áfram, rak höfuðið á stein í veggnum og hné
niður. Hægri höndin hreyfðist, þrýstist að brjóstinu vinstra
ffiegin, þar sem bókin var vön að vera . . . En úti á hlaðinu
var verið að stumra yfir Laufeyju, sem Steinn í hjáleigunni
hafði fundið.
VI.
Það var nokkrum vikum eftir brunann. Laufey sat uppi í
brekkunni innan við Fagureyri. Hún studdist fram á stuttan
hrókstaf og var þreytt og móð af göngu. En það var bjart
Vfir andlitinu. Augun ljómuðu barnsleg og hrein — og angur-
vært bros lék um varirnar. Hún slepti annari hendinni af
sfafnum og stakk henni inn á brjóstið. Þar lá bókin. Hún
hafði varðveitt hana eins og sjáaldur auga síns — og enginn
vissi um hana nema hún. Nú var hún á leið með hana til
Pfestsins. Hún hafði engan rétt til að halda henni hjá sér —
°9 hvað gerði það, þó að hún yrði að missa hana? Nú var
hún nógu rík án hennar. Ójá, hún mátti svo sem muna tvenn-
ar tíðirnar. Hún hafði ekki verið beysin nóttina sælu, þegar
hann Steinn fann hana . . . Eða fyrstu dagana í hjáleigunni
~~ þar sem hún lá blá og blóðug og með brotinn fót. Þá
hafði nú bókin verið eina lífið hennar. Henni hafði tekist
að lauma henni niður á rúmbotninn, svo að enginn sá . . .
^ær þjáningar, andlegar og líkamlegar. Þá vissi hún ekki það,
sem hún vissi nú. Henni var ekki sagt það, fyr en henni var
farið að skána . . . Alla daga mundi hún muna húsmóður
sína eins og hún var, þegar hún kom inn eftir gólfinu, búin
1 sitt bezta skart, föl og óstyrk, en þó hátíðleg og svipmikil