Eimreiðin - 01.01.1927, Qupperneq 58
38
HÚN VAR SVO RÍK, HÚN LAUFEY
eimreiðiN
... Laufey studdi hökunni á stafinn, og svipurinn var mildur og
draumkendur . . . Hún sá það eins og það hefði gerst í gær
... Húsfreyja gekk inn að rúminu, beygði sig ofan að henni,
kysti hana á ennið og strauk henni um vangann. Síðan settist
hún á stokkinn, tók í hönd henni og horfði á hana, hlýtt og
móðurlega, spurði um líðan hennar og talaði við hana um
guð, sem svo oft legði mönnunum það á herðar, sem þeim
þætti þyngst að bera . . . Og svo kom það, sem slökti síð-
asta vonarneistann. Halldór var dáinn, var dáinn . . . En sá
kuldi, en það myrkur í sál hennar þá. Og svo umskiftin, þeg-
ar húsfreyja féll á kné við rúmstokkinn, greip hendur hennar
og sagði með klökkva í rómnum:
— Hann dó fyrir þig. Hann spurði hvar þú værir — og
svo hafði hann ætlað að bjarga þér og farið inn í brennandi
göngin. Allir blessa minningu hans, allir líta á hann sem sanna
hetju . . . Og nú bið ég þig að fyrirgefa mér það, sem ég
gerði ykkur til sorgar. Guð veit, að það var gert í góðri
meiningu!
Laufey stundi og strauk tár úr augum sér. Aðeins eitt van-
helgaði þessar minningar . . . Að henni skyldi geta dottið í
hug, þó að ekki væri nema snöggvast, að það hefði verið
vegna bókarinnar, að hann hætti sér inn í eldinn! Aldrei
skyldi hún fyrirgefa sér það . . . Nei, hann hafði alt af elskað
hana, en brostið kjark til að taka hana að sér, ekki fengið
sig til að kannast við hana fyrir mönnunum fyr en hann hélt
hana í hættu, hélt sig vera að missa hana fyrir fult og alt
. . . Og það var ekki nema mannlegt, því að hún var nú
eins og allir vissu.
. . . Hún stóð upp og staulaðist niður í kauptúnið, hélt
síðan út veginn, sem lá í löngum boga fram á eyrina. Hún
leit í augu þeim, er hún mætti, kinkaði kolli og brosti. Og
öllum varð þeim kynlega við. Sumir hægðu gönguna og störðu
niður fyrir fætur sér, hugsandi og eins og hálfvegis hissa.
Aðrir námu staðar, þá er Laufey var komin fram hjá, sneru
sér við og horfðu á eftir henni. öllum fannst þeim, að eitthvað
undursamlegt fylgdi henni, eitthvað, sem vermdi og lýsti, en
ekki var unt að gera sér grein fyrir. Götustrákarnir kölluðu
nú ekki kesknisyrði á eftir henni, eins og þeir höfðu vanalega