Eimreiðin - 01.01.1927, Page 60
EIMREIÐIN
Leikhús nútímans.
Óhætt mun að fullyrða
það, að hvergi í heimin-
um hefur byggingarlistin
náð jafnmikilli fullkomnun
og fegurð, eins og á Grikk-
landi og Ítalíu til forna.
Og þar sem leiklist Ev-
rópu á fyrstu upptök sín
í þessum löndum, er það
ekki svo undarlegt, að
það urðu ítalir, sem einn-
ig gengu á undan öðrum
Evrópuþjóðum í fagurri
og hentugri leikhúsagerð.
Byggingameistara Italíu
hafði lengi dreymt um
það að reisa úr rústum
leikhús gullaldarinnar og sníða byggingu þess eftir þörf og
kröfum þeirra eigin aldar.
Á 16. og 17. öld var ekkert fast leikhús á Ítalíu. Á þeim
tíma fóru því leiksýningarnar fram í bráðabirgðaleikhúsum, —-
sem raunar oft voru fögur, en venjulega rifin niður aftur að
sýningartímanum loknum. Að eins eitt af leikhúsum Ítalíu frá
þessum árum hefur náð að standa nokkurnveginn óskemt fram
á vora daga. Það er hið nafnkunna olympiska leikhús í
Vicenza. Var það bygt árið 1565. Þó að þetta leikhús sé vel
bygt og fagur minnisvarði leikhúsagerðar þeirrar aldar, er
byggingarlag þess þó að mörgu leyti óhentugt, t. d. fylgir
leikhúsinu að eins ein samstæða af leiktjöldum, og eru þau
föst á leiksviðinu.
En ítalir voru óþreytandi. Þeir komust brátt á þá skoðun,
að hver tegund leiklistarinnar yrði að hafa sína eigin umgerð.
Þeir bjuggu því til þrjár samstæður af lausum leiktjöldum.
Ein þeirra var ætluð gleðileiknum, var það annaðhvort stofu-
Haraldur Björnsson.