Eimreiðin - 01.01.1927, Page 66
46
LEIKHÚS NÚTÍMANS
eimreiðin
öll hæð byggingarinnar, upp undir efstu hvelfingu. Er þessi
mikla hæð nauðsynleg sökum hins mikla ljósa- og tjalda út-
búnings uppi í loftinu. Margar svalir eru hátt uppi með fram
veggjum leiksviðsins. Þaðan er tjöldum, ljósum og mörgum
öðrum útbúnaði stjórnað.
Gólfið er IV2—2 m. hærra en gólf áhorfendasviðsins, og
HverfisviÖ.
[I —II og III eru mísmunandi stofusýningar, sem allar eru fullgeröar í leiksbyrjun á hverfi'
sviöinu. A myndinni veit I aö áhorfendunum. Viö þáttaskifti er leiksviöinu snúiö þanmðr
aö sýning II veit aö áhorfendunum, í næsta þætti III o. s. frv. H er hliöartjöld, sent
hylja opiÖ sitt hvoru megin við ieiksviöiö. Á er áhorfendasviö.
hallar því fram á móti áhorfendunum. Er hallinn oftast svip-
aður á báðum þessum gólfflötum (ca. 1 þuml. á hverri alin).
Leiksviðsgólfið er ætíð haft mjög sterkt, og er ramlega um
það búið. Oft er það úr eik, og hvílir það á mörgum járn-
bitum, sem hvíla á þéttum röðum af sterkum stoðum, er standa
á traustum undirstöðum á neðsta kjallaragólfinu. Kjallaranum
er sem sé skift í margar hæðir. Eru þær aðallega notaðar til
geymslu, en þó er efsta hæðin (sú sem næst er gólfi leik-
sviðsins) notuð við ýmislegt, sem gerist á sjálfu leiksviðinu. T.
d. þegar einhver á að sökkva í jörð niður, er það gert með