Eimreiðin - 01.01.1927, Page 76
56
LEIKHÚS NÚTÍMANS
EIMREIÐIf»
leikins leiksviðsmeistara. Mistök á því sviði geta valdið mörg-
um og miklum erfiðleikum síðarmeir.
í öllu umstanginu og ákafanum fyrir því að gera leiksviðið
sem bezt úr garði hafa leikhúsmenn nútímans oft næstum
gleymt aðalatriðinu að því leyti, að þeir hafa lagt of mikla
áherzlu á hinn ytri útbúnað, svo að umgerð leiksins hefur
orðið svo umfangsmikil og margbrotin, að hún hefur oft og
einatt borið sjálft skáldverkið ofurliði, og áhorfendurnir hafa
næstum mist sjónar á anda þess og efni í hringiðu óhófslegs
leiksviðsútbúnings.
Þetta eru nú margir leikhúsmenn farnir að sjá. Og fyr>r
allmörgum árum síðan fór að bóla á nýrri stefnu innan leik-
hússins, sem vinnur að því að gera útbúnað leiksviðsins ein-
faldari en verið hefur, svo að skáldskapur leikritsins verði
aðalatriðið, en ekki nærri að segja aukaatriði. Svo að
menn komi í leikhúsið til þess að sjá þar góða, sanna leik-
list og til þess að njóta skáldskaparins í leikritinu, sem verið
er að sýna, í þeirri umgerð, sem í fögru samræmi hæfir anda
þess og efni, en ekki — næstum eingöngu — til þess að
sjá fögur leiktjöld, glæsilega búninga og allskonar undursam-
leg fyrirbrigði, framleidd af vélum leiksviðsins.
Allmörg leikhús víða um Evrópu hafa nú í nokkur ár
beint starfsemi sinni í þessa átt, og þykir það gefast vel.
Má þar á meðal nefna >Folkescenen« í Kaupmannahöfn,
sem hefur síðustu undanfarin ár starfað í anda þessarar stefnu,
og með ágætum árangri.
Margir góðir leikhúsmenn álíta, að þessi stefna muni verða
brautryðjandi nýs og betra tímabils í sögu leiklistarinnar.
har. Björnsson.