Eimreiðin - 01.01.1927, Page 78
58
KVÆÐI
eimreiðin
Geislagjöful sunna
gægist skamma stund
Sogns í dýpstu dali,
— dugir fólksins lund.
En fold, sem gín og gnæfir,
gesti trega fær.
Hvert skal himins leita?
Hvar er víður sær?
Býr þó tign í tindum,
tíguleikinn þess
krafts, er engin kyngi
kann að þoka um sess.
Ærslast hundrað aldir,
ekkert raskar þó
hamravaldsins háa
hörðu, föstu ró.
Hrynur foss af hnjúki,
himni — eða hvar?
alt í stökki einu
on’ í bláan mar;
fagrir glymja í fjöllum
frelsissöngvar hans.
Stoltarbragð á straumum
styrkir vorhug manns. —
Þarna hátt á hillu
hnípir rauður bær.
Seg mér hversu og hvaðan
helzt í björg þú nær?
Hamar stjakar hamri,
hvergi er engi að sjá.
Tæpast gefur túnið
töðumeisa þrjá.
Hærra, — þar sem hálfnuð
himnaleiðin er,
öllum hnjúkum ofar,
annan heim þú sér:
Víðsýn, gnóttir grasa,
glaðar meyjar, sel.
Þar í hæstu hæðum
heyjast bónda vel.
Neðra’ er hlíðin höggin
helzt til víða í björg,
en >frá öilum reglum*
undantekning mörg:
Brosfríð blómsturlenda
blasir þarna við,
heitir Baldurshagi,
hýrt og indælt svið.
Sögufrægu sveitir,
Sogn, með stoltarmót!
Islands kjarna ættir
eiga hingað rót.
Hérna fornir hersar
háan sigldu byr.
Einni Hel þeir hneigðu,
harðstjórn engri fyr.
Sömu dráttum dregin
dala þinna börn,
týgjuð bjargsins bratta
bæði í sókn og vörn,
sjást hér enn, — í svipnum
sízt er undanháld,
en um brún og enni
ögrar hamravald.