Eimreiðin - 01.01.1927, Page 79
EIMREIÐIN
KVÆÐI
59
Oft mun Sygna æfi
ærnu verði keypt,
greidd með stóru starfi,
— ströngum tökum hreyft.
Vart mun landið Ieyfa
langan svefn og draum,
né lystisemdum lýða
lausan gefa taum.
Stirndur himinn.
Ljósið brimar; glæstra geima
gefur sýn af hlaði mínu.
Faldaslættir hundrað hnatta
horfa við á fjörru sviði.
Miljón hnatta mun þó réttar’.
Mannaböl er fát við tölur.
Mergðin, tíminn, rögn og rúmið
reikningshaldi spannast aldrei.
Stúlkukind með kvarða í hendi
kynni að skeika’ á löngu reiki
mæling rétt, þó margs hún gætti,
mældi ’ún land á Sprengisandi.
Vakka ei svipað 'vizka og þekking,
viðlíkt heima um stærðir geima? — —
Nú má eygja býla og bæja
burstir næstu, ljósum glæstar.
Þínum leggur ljós frá gluggum,
litla stjarna, er tindrar þarna.
Hvað er frétta, hversu er háttað
högum þar og aldarfari?
Greiðast svör: hvort má þar meira
myrkur og hel eða lífsins styrkur?
dáð og vit eða heimska og hatur?
heiði og sól eða veldi njólu?
Steigst þér létt á leyndar-brattann,
litla stjarna, er tindrar þarna?
Fundu þinir fremdar synir
fylkinn mikla, er alla lykla