Eimreiðin - 01.01.1927, Page 80
60
KVÆÐI
EIMREIÐIN
rúms og tíma í greipum geymir?
Gistir hann í þínum ranni,
auðsær þjóð í yfirreiðum,
eða gegnir símum þegna?
Er ei hitt, að yðrar dróttir
inni kúri í fávíss búri,
eins og vér, og lítið læri
lífsins rit og smátt þar viti? —
Strekkja mengi stýfðum vængjum
stormi mót að alvalds fótskör.
Guð á kröfu að glúpni smæðin,
guðinn hæsti, dulin fjærsta.
Undra mergð og ægar firðir
áttú, himinn; skyn vort svimar.
Háar tignir huliðsmagna
hofmóð þagga, en tærar daggir
hjartanu drjúpa og hugann grípa
hóglátt, sprotnar dýpst frá lotning. —
Einhver hönd nú efra tendrar
alla kveiki mikilleikans.
Sýtinn hvergi er sólnabirgi
sjólinn dýri, er hnöttum stýrir,
loftin tindra í ljómaundrum,
ljósi brimar allur himinn.
Lífsins dýrð í ljóssins orðum
lærist bezt og huga festist.
Beindu, maður, hug til hæða,
hneig þig djúpt og bljúgur krjúptu.
Veilur.
Vor mesta smán veit oftast inn,
en út snýr sæmd og heiðurinn.
Margt á skrítið maðurinn
í minninganna kistu.