Eimreiðin - 01.01.1927, Page 85
EIMREIÐIN
GORDON BOTTOMLEY
65
Elkin Mathews, tók að gefa út kvæðasöfn í smáheftum, til
tess að greiða fyrir sölunni. í þeirri útgáfu komu út t. d.
verk þeirra J. M. Synge, W. B. Yeats og Wilfred Wilson
Qibson. Bæklingar þessir eru næstum ófáanlegir nú á dögum,
°9 þegar bókamenn og safnendur komast yfir einhvern þeirra,
bá þykjast þeir hafa himin höndum tekið. En til þess að
kynnast skáldskap Gordon Bottomleys þarf ekki að leita til
þessarar ófáanlegu útgáfu, og ekki heldur til síðari flokksins
af Chambers of Imagery, sem kom út 1912, því að alt það,
skáldið sjálft viðurkennir af fyrri kvæðum sínum kom út
arið 1925. Sú bók heitir Poems of Thirty Years, og er það
vönduð útgáfa.
I þessa útgáfu er vandlega valið úr öllu því, sem áður var
Et komið eftir skáldið, og er þar ekkert tekið með, sem ekki
a skilið, að á lofti sé haldið. Hvert einasta kvæði er gott og
9>It. Þegar þess er gætt, að mikið af skáldskap Gordon Bot-
fomleys hefur komið út í mjög smáum upplögum, þá er það
furðuvert, hversu laus þau eru við að bera blæ þeirra ljóða,
Sefn helzt líkjast rímuðum ritæfingum. Þar er ekkert sorgar-
s°ngl eða ástavíl. Persónur og verur, sem fyrir augu ber við
^stur kvæðanna, eru lifandi og eðlilegar. Kvæðin sjálf eru
€,ns konar útstreymi frá stríði persónanna og baráttu til þess
að öðlast lífið og ráða rúnir dauðans. Verk þessi eru svo
þrungin af veruleika og sönnum lífslýsingum, ekki sízt stærri
^æðin og leikritin, að lesandinn hlýtur að leita til þeirra í
annað sinn, eða rifja upp fyrir sér fegurstu staðina, þegar
kókinni er lokað. Svo er um mynd skáldsins af Helenu, ein-
Everri indælustu konu fornaldarinnar, hvort sem mönnum
l®tur betur að kalla hana drotninguna í Spörtu eða brennu-
Var9 Trójuborgar. Mörg skáld hafa talið sér skylt að taka
bana fyrir yrkisefni, en flestum hefur farið það líkt og skóla-
sem bögglast við að þýða þann kafla, sem kennarinn
Setur fyrir. Helena hugsar hvorki né talar í kvæðum þeirra,
nun er eins og óljós skuggi á sólgljáðum vegg. Þeir sjá hana
®kki lifandi. Þeir sem vilja skilja hana, verða að hugsa sér
aana íklædda holdi og blóði, eitthvað líkt og írar hugsa sér
jnóður sína, landið sitt, eða eins og heittrúaðir kaþólskir menn
hu9sa sér Maríu mey.