Eimreiðin - 01.01.1927, Page 106
86
FUNDABÓK FJÖLNISFÉLAQS
eimreiðin
af ritgjörð hans, og Br. Snorrason kvaðst mundi lesa eitt-
hvað á næsta fundi.
Haldor Kristjan Friðriksson las upp kabla er hann hafði snúið
á íslendsku úr umburðarbrjefinu í hófsemisbokinni dönsku.1)
P: Pétursson. B. Thorlacius. Br. Pjetursson. Konráð Gíslason.
H. K. Friðriksson. Br. Snorrason. G. Thorarensen.
[5. fundur 18441
Laugardæginn 10. Februar var fundur haldinn á sama stað
og voru 7 á fundi. Forseti las upp það er hann átti eptir
ólesið af ritgjörðinni um brauðin á íslandi og var það tekið
með öllum atkvæðum.2)
Þvínæst las Brinjúlfur Snorrason upp þann hluta af brjef-
inu úr hófsemisbókinni er Haldór Friðriksson las ekki á
næsta fundi á undan og var það tekið með öllum atkvæðum;
var svo nefnd valin til að skoða bréf þetta, og vóru kosnir í
hana Konráð Gíslason, Skúli Thorlacius og Sjera Pétur
Petursson.
P: Pétursson. B. Thorlacius. Konráð Gíslason.
H. K. Friðriksson. Br. Pjetursson. Br. Snorrason.
[6. fundur 1844]
Laugardaginn 17da dag Febrúars var fundur haldinn hjá
Brynjólfi Pjeturssyni, voru 6 á fundi, las Br. Snorrason upp
ritgjörð sína um sögu bindindisfjelaganna og var hún tekin
með öllum atkvæðum.3) Síðan las Konráð upp grein um 4
þætti, Skírnir og Fréttirnar frá Hróarskeldu og voru þessar
þrjár greinir teknar með öllum atkvæðum.4) Voru þeir: Pró-
fasturinn, Brynj. Pjetursson, og G. Magnússon valdir í nefnd
til að skoða þær.
P: Pétursson. H. K. Friðriksson. Br. Snorrason
Konr. Gíslason Br. Pjetursson.
1) Sbr. 1. fund 1844, með aths.
2) Sbr. 4. fund.
3) Sbr. 1. fund '44, m. aths.
4) Prentaðar í Fjölni, 7. ár, bls. 74—99; sbr. 3. fund 1844.