Eimreiðin - 01.01.1927, Page 118
98
RITSJÁ
EIMREIÐIfí
mentalífi þeirrar tíðar og til hans tóku. En þó að vafalaust megi baeta
mörgu við um þetta efni, hefur V. Þ. G. unnið þar þarft verk.
Aftur mætti svo virðast sem hann hefði naumast lagt næga rækt við
þá rót í ritstörfum Eggerfs, sem runnin er úr íslenzkum jarðvegi. Raunar
er skáldskapur hans borinn dálítið saman við kvæði Ólafs föður hans
og síra Gunnars Pálssonar, og Eymdaróður Búnaðarbálks og náttúru-
lýsingar hvorttveggja skoðað í Ijósi eldri íslenzkra kvæða um svipað efm-
En lesandinn verður forvitinn að frétta meira, hvernig Eggert horfir við
næstu kynslóðum á undan og kveðskap þeirra. Það er satt bezt að
segja, að nálega alt, sem hann kvað, má nú heita dautt og ólífsant^t
fyrir þá, sem lesa skáldskap til að Ieita fegurðar og andríkis. En þessi
stirðu, langdregnu og leiðinlegu ljóð voru metin stórkostlega mikils af
samtíðarmönnum hans og næstu kynslóðum þar á eftir. Vér hefðum
þegið þakksamlega, ef V. Þ. G. hefði skýrt nokkuð frá dómum 18-
aldar manna um skáldskap Eggerts, og varið dálitlum kafla til að benda
á, hvað mönnum fanst svo mjög til um og hví allir voru á einu máli að
skipa honum í svo háan sess. Var það af því að hann leiddi til hærn
þroska viðleitni, sem til var fyr í landinu, eða af því að hann flu,tt
þjóðinni nýjan boðskap utan úr heimi? Til þess að svara þvílíkum
spurningum til nokkurrar hlítar hefði þurft að rekja, hvernig til hagaði
um ljóðagerð á íslandi og viðfangsefni hennar, þegar hann kom
sögunnar. En vel má vera, að það yfirlit hefði heimtað meiri rannsóknir
en nokkur kafli annar f bókinni, ef það hefði átt að verða vandað
og traust.
Sjálfsagt hefði orðið tiltölulega auðvelt að kanna betur en V. Þ. G. Serir
þá þræði, sem frá Eggert liggja aftur til norrænnar fornaldar, og skera
úr, hver þau skáld og þeir höfundar voru, sem hann sótti helzt fyrir-
myndir til þar. Honum hætii, eins og kunnugt er, til að taka upp í stæl-
ingar sínar forneskjulegustu orð og orðmyndir, sem hann þekti, og miS'
skildi þá sumt eins og við var að búast (t. d. eru orðmyndirnar, sem
hann „víkur við,“ V. Þ. G. bls. 202, flestar eða allar torf, fremur en
afbakanir út í bláinn). Sum kvæði hans í gömlum anda eru eitthvert
argasta apalhraun, sem ti! er í gjörvallri Ijóðagerð íslendinga, og stíllin1*
varð honum aldrei tamur. Hann yrkir Ferðarollu í förum sínum um Is*
land, Iíkt og Sighvatur hafði gert á Gautlandi forðum, og stráir lesrnáh
innan um til skýringar, eins og Snorri gerir við Austurfararvísur í Ólafs
sögu helga. En mikill er munurinn, hve alt er stirðara og óþjálla
meira um hönd hjá Eggert. Sighvat hefði sjálfsagt furðað miklum mun