Eimreiðin - 01.01.1927, Síða 123
EIMREIÐIN
RITSJÁ
103
^flasl í öðrum parti Litlu vísnabókar, og er hörð ádeila á presta („Presta
1 pening þyrstir | prangandi lofstír fanga, | fæða á frugga og moði |
frelsarans sauði kannske, | illum hug heimta tollinn | hvatvísir, en aug-
fýsa | æðru, þá úlfurinn hraður | að ganar, þeir burt flana" o. s. frv.).
Prestum þótti miður, sem von var, og kváðu sumir móti, m. a. síra
Gunnar (Varúðargæla, 1759). Síra Hjörleifur var því samherji síra Gunn-
■ers í þessu máli, en ekki andstæðingur.
Til töluvísisins neðst á bls. 205 svarar engin athugasemd aftan við.
Bls. 226. Magnús Stephensen hefur bent á (Island i det attende Aarh.
nm.), að Eggert muni hafa fengið hugmyndina að yrkja kvæði um
Sótt og dauða íslenzkunnar úr bók eða bókartitli Funcks, De inerti ac
eiecrepita senectute lingvæ latinæ, 1750. Eigi veit ég hvort þessa tilgátu
€r nokkuð að marka.
BIs. 272. Það er ekki Poestion, sem fyrstur hefur kallað Búnaðarbálk
Lieorgica íslands. Hooker notar t. d. það nafn (Journal of a tour in Ice-
iand 1811 bls. 33), líklega eftir Finni Magnússyni, hvort sem unt er að
finna það í eldri ritum eða eigi.
Bls. 314. (Brynjólfur) Sveinsson á að vera Sigurðsson.
Bls. 418. Undarlegt glappaskot er, að V. Þ. G. skuli sækja lýsingu
Esgerts í Árbækur Espólíns. Frumheimildin er æfisaga Eggerts eftir Björn
Halldórsson (bls. 12 — 13, prentað upp í Landfræðiss. III 42—3), og hef-
^r V. Þ. G. að sjálfsögðu notað þá bók. Espólín gerir hér sem víðar
■ekki annað en skrifa upp og víkja við orðum. Annars hefur síra Björn
í>essa lýsingu sína í gæsalöppum, eins og hann taki hana upp eftir öðrum.
Bls. 423. Þýðingin á ritgerð Páls Vídalíns um danska tungu í Thott
1484, 4to er ekki eftir Jón Ólafsson frá Svefneyjum, heldur alnafna hans
varalögmanninn (sbr. Safn fræðafél. V 214).
BIs. 429. Ástæðulaust er að efa, að síra Gunnar Pálsson hafi kveðið
^unnarsslag. Fyrir því eru svo góðar sannarir sem á verður kosið, orð
Qunnars sjálfs (sjá ritgerð Maurers í Germaniu XIII 1868, bls. 72—5
°S einkum 284). Síra Gunnar kveðst hafa ort hann um 1745—6 og sýnt
síra Eyjóifi á Völlum. En síðara ártalið getur þá eigi komið til greina,
tví að síra Eyjólfur dó 3. dez. 1745.
Bls. 431 (sbr. 227). Muðar á víst fremur að vera = munnar (ores)
€ri —- munnur (os).
Bókin er registurslaus, og gerir það hana miklu óhandhægari, en úr
Því aetlar höf. ef til vill að bæta síðar, því að svo er að sjá sem henni
sé ætlað að vera liður í stærra verki.