Eimreiðin - 01.01.1927, Qupperneq 127
EIMREIÐIN
RITSJÁ
107
Jafnaðarmannafélag íslands er útgefandi bókarinnar, en Vngvi Jóhannes-
son hefur séð um þýðinguna og virðist hafa leyst hana ágætlega af hendi.
NV TÍMARIT. Liðna árið og það sem af er þessu hafa ein fimm eða
sex ný tímarit hlaupið af stokkunum. Verður tíminn að Ieiða í ljós, hve
lífvænleg þau reynast, hvort þau ná að vaxa og dafna og verða til heilla
fyrir land og lýð.
Straumar heitir eitt þessara rita og hóf göngu sína nú um áramótin.
það mánaðarrit um kristindóm og trúmál. Útgefendur eru tólf guð-
fræðingar og guðfræðinemar, og segir í ávarpi þeirra til Iesenda, að rit
þetta sé fram komið „vegna þeirrar nauðsynjar, sem vér nú teljum á
slíku málgagni með þjóð vorri“. í þeim tölublöðum sem út eru komin,
þafa meðal annars birzt ritgerðir eftir þá guðfræðikennarana Magnús
Jónsson og Sigurð P. Sívertsen og kafli úr stólræðu eftir Harald Níels-
son. I kringsjánni, sem ætlast er til að komi í hverju tölublaði, er ýmis-
feaur fróðleikur um trúar- og kirkjumál.
Gangleri heitir annað nýtt tímarit og er um guðspeki og andleg mál.
Ritstjóri er síra Jakob Kristinsson. í þessu fyrsta hefti ritsins, sem út er
komið, er meðal annars skemtilega skrifuð og fróðleg ritgerð um guðs-
dýrkun í Adyar, eftir ritstjórann.
Paka. Útgefendur þessa rits eru níu mentamenn, margir þeirra kunnir
áður fyrir ritstörf sín. Ritið er almenns efnis, líkt og Eimreiðin og Ið-
ur>n. í fyrsta heftið skrifa sex útgefendanna, þeir Ágúst H. Bjarnason, Ólaf-
Ur Lárusson, Sigurður Nordal, Guðmundur Finnbogason, Ásgeir Ásgeirs-
s°n og Árni Pálsson. Einhver merkasta ritgerðin er Lög og landslýður
efl'r Ólaf prófessor Lárusson, ekki fyrir það, að þar er stungið upp á
e>nu nýju enn í sambandi við árið 1930, því nú er orðin venja að miða
alt við 1930, heldur fyrir hitt, að þar eru settar fram athyglisverðar til-
lögur um samningu nýrrar lögbókar, sem verða mætti til þess „að færa
lögin nær landslýðnum og auka með því skilning vorn á þjóðlífi voru og
áhuga vorn á velferð þess“, og þá ekki síður fyrir hitt, að höf. brýnir
e>ndregið fyrir þjóðinni að útrýma sem fyrst dönsku lögunum, sem enn
eru í gíldi hér á landi, svo að hún „lúti engum Iögum öðrum en þeim,
sen> rituð eru á tungu sjálfrar hennar".
Merki krossins heitir tímarit, sem byrjaði að koma út árið sem leið.
Ritstjóri er séra J. Dreesens, en kaþólska trúboðið hér á landi mun gefa
fitið út. Eimr. hefur að eins séð fyrsta heftið, og er það hið vandaðasta
öllum ytra frágangi og prýtt myndum og teikningum.