Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Side 38

Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Side 38
„STRÁKAR OG STELPUR í TAKT VIÐ TÍMANN" þessa kvarða fyrir níu ára börn á íslandi til samanburðar við aðra athugun mína á notkun kvarðans meðal átján ára menntaskólanema (Guðný Guðbjörnsdóttir 1994). Tekið skal fram að þessi kvarði hefur ekki verið staðlaður á íslandi og því ber að líta á niðurstöður sem vísbendingar til frekari athugunar. Dæmi um spurningar um kvenlæg, karllæg og ókynbundin atriði: Hversu vel eiga þessi atriði við þig? Merktu við einn svarmöguleika. 1. Ég er heiðarleg(ur) mjögvel(4) vel(3) sæmilega (2) illa(l) 2. Égveit að éghef hæfileika mjögvel(4) vel(3) sæmilega (2) illa (1) 3. Ég er hlýleg(ur) mjög vel(4) vel(3) sæmilega (2) illa (1) Fyrsta spurningin tilheyrir ókynbundnu atriðunum á CSRI-kvarðanum, önnur spurningin þeim karllægu og þriðja spurningin tilheyrir kvenlægu atriðunum. Slík flokkun kemur ekki fram á eyðublaðinu heldur er atriðunum 60 blandað saman í eina samfellda röð. Við úreikninga er fundið meðalgildi svara á kvenlægu atriðun- um 20 annars vegar og karlægu atriðunum hins vegar, þannig að hámarksgildi í hverjum flokki er 4,0 en lágmarksgildi 1,0. Til að kanna áreiðanleika CSRI-kvarðans í íslenskri þýðingu var hann lagður fyrir einn bekkinn aftur haustið 1992 af bekkjarkennara eins og áður. Fylgnin á milli útkomu á fyrri og seinni fyrirlögn var 0,62 fyrir karllægu einkennin og 0,57 fyrir þau kvenlægu. Þessar fylgnitölur teljast viðunandi, ekki síst í ljósi þess að útreikningar byggja aðeins á einum bekk. Sambærilegar fylgnitölur hjá Boldizar (1991) eru 0,56 og 0,71, en þeir útreikningar voru byggðir á endurtekinni fyrirlögn hjá 128 börnum. Fyrirlögn Ákveðið var að leggja viðhorfskönnunina fyrir börnin eitt og eitt í einu í upphafi verkefnisins eða því sem næst. Það var gert í febrúar 1991 af Kristrúnu Guðmunds- dóttur, Margréti Jónsdóttur, Bryndísi Guðmundsdóttur, Ásu Björk Snorradóttur og Guðnýju Guðbjörnsdóttur. Könnunin var lögð fyrir þrjá 3. bekki sem tóku þátt í verkefninu (tilraunabekki), alls 60 börn, og einn samanburðarbekk (18 börn) úr sama árgangi í sama skóla sem ekki tók þátt í þróunarverkefninu. Ekki náðist að leggja könnunina fyrir fjórða tilraunabekkinn í þetta sinn. Sömu aðilar lögðu könnunina aftur fyrir í maí sama ár, þó að efast hefði mátt um að viðhorfsbreyting hefði átt sér stað á þremur mánuðum. Dagsetning annarrar fyrirlagnar réðst m.a. af því að þennan dag var mikil vöffluveisla fyrir foreldra í til- raunahópnum og þótti fróðlegt fyrir matsaðila að fylgjast með og að taka þátt í henni. Ekki er greint frá niðurstöðum annarrar fyrirlagnar í þessari grein, enda höfðu Iitlar breytingar orðið eins og búist var við. I lok verkefnisins eða í maí 1992 var könnunin lögð fyrir börnin í þriðja sinn, fjóra tilraunabekki (samtals 80 börn) og sama samanburðarbekkinn (20 börn). Fyrir- lögnina önnuðust þær Guðný Guðbjörnsdóttir og Marín Björk Jónasdóttir. Þá var áðurnefndur CSRI-kvarði um kynímyndir barna og unglinga einnig lagður fyrir. Það gerðu kennarar viðkomandi bekkja, hver í sínum bekk. 36
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.