Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Qupperneq 52

Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Qupperneq 52
„STRÁKAR OG STELPUR í TAKT VIÐ TÍMANN" því að skólinn getur bæði átt þátt í að viðhalda ríkjandi misrétti og verið tæki til breytinga, samanber t.d. nýlegan samanburð á stefnu á þessu sviði í Hollandi og í London (Arends & Volman 1992). Um þetta eru e.t.v. ekki nægilega skýrar línur í áðurnefndri stefnumörkun menntamálaráðuneytisins (1990). Ætla má að áhrifa- ríkast sé í neðri bekkjum grunnskólans að leggja áherslu á að kynna börnunum áþreifanlegar staðreyndir eins og lögin, og hvernig ástandið er á vinnumarkaði og heimilum, eins og hér virðist hafa tekist. Best er auðvitað að láta yngri börnin gera eitthvað áþreifanlegt eins og hér var gert í krókavinnunni og mikilvægt er að ekki sé troðið á kynímynd þeirra, sbr. það að litlir drengir vilja gjarnan vera eins og pabbi en alls ekki eins og stelpur, eins og kom fram í Noregi (Ve 1991). I efri bekkjum grunnskóla og í framhaldsskóla er tímabært og raunhæft að ræða um misræmið milli laga og veruleika, þegar nemendur hafa bæði siðferðilegar og vitsmunalegar forsendur til að ræða um flókin hugtök eins og jafnrétti, réttlæti og karlveldi. Því er vonandi að börnin í Myllubakkaskóla fái áframhaldandi umræðu um þessi mál síðar og að sú fræðsla nái til allra skóla eins og jafnréttislögin og grunnskólalögin kveða á um. í þessu ljósi tek ég undir þá skoðun að þessa fræðslu beri að byrja snemma en að taka verði mið af aldri þegar áherslur eru ákveðnar. Ef litið er til aðferðafræðilegra spurninga náði matsathugun þessi til þeirra markmiða sem sett voru fram af kennurunum, en hún náði ekki til alls þess sem áhugavert hefði verið að skoða. Þar má nefna atriði eins og hve áhugahvetjandi verkefnið var fyrir börnin, kennara og foreldra, hvaða áhrif verkefnið hafði á skóla- starfið í heild og á samstarf við foreldra. Það skal tekið fram að það sem höfundur sá af slíku var mjög jákvætt í alla staði. Einnig hefði verið fróðlegt að fylgjast á kerfis- bundinn hátt með starfi barnanna í starfskrókunum, bæði með tilliti til samstarfs í kynbundnum og kynblönduðum hópum, og að skoða hvernig stúlkur og drengir nálgast verkefni sem hafa kynbundna skírskotun, eins og t.d. umönnunarverkefni og tæknistörf, sbr. t.d matið á norska verkefninu. Þessi matsaðferð var ekki notuð hér, m.a. vegna þess að fyrirhugað var að aðrir sæju um slíkt. Til samanburðar má benda á að aðstandendur norska verkefnisins fyrirhuguðu formlegt mat með því að leggja ýmis próf og spurningar fyrir tilraunabekkina og samanburðarbekkina í upphafi og í lok verkefnisins eins og hér var gert. Samkvæmt Ve (1991) kom mun minna út úr því en vonast var til þannig að það mat sem þegar liggur fyrir byggir að mestu leyti á upplýsingum kennara og á atferlisathugunum matsaðila. Slíkt mat gefur mun jákvæðari, en um leið ógagnrýnni útkomu, sbr. og skýrslu kennara um Myllubakkaverkefnið (Ve 1991, Auður Harðardóttir o.fl. [án árs]). Þetta staðfestir mikilvægi þess að beita margbreytilegum aðferðum við mat á slíkum verkefnum. Því vil ég ítreka að þó að þetta mat nái til meginmarkmiða verkefnisins segir það ekki allt um gildi verkefnisins í heild. Þó að vísindalegt mat kosti tíma og fyrirhöfn er vonandi að það leiði til skýrari ályktana af þróunarverkefnum en ella og að sem flestum megi vera ljóst hvað sé til eftirbreytni. Til að koma slíku á þarf að fjalla á markvissan hátt um fjölbreytilegt mat á þróunarverkefnum, t.d. í endurmenntun kennara, og óhjákvæmilegt yrði að gera ráð fyrir kostnaði við slíkt mat við úthlutun úr þróunarsjóðum menntakerfis- ins. 50
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.