Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Page 55

Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Page 55
BORKURHANSEN „SVONA GERUM VIÐ HLUTINA HÉR!" Stofnanamenning, stjórnun, gæði í pessari grein er fjallað um stjórnun og stofnanamenningu. Rakin er lauslega umfjöllun nokkurra fræðimanna um hugtakið stofnanamenning og fjallað um nokkrar rannsóknir. Einnig er rætt um mikilvægi stofnanamenningar fyrir próun og skilvirkni ískólastarfi. I lok greinarinnar er sýnt fram á tengsl hugtaksins við hugmyndir manna um gæðastjórnun. Grein pessi er byggð á erindi sem höfundur hélt 11. mars 1994 á ráðstefnu Fóstrufélags íslands sem bar yfirskriftma Gæði - nema hvað! Halldór Laxness er ef til vill helsti stofnanafræðingur okkar íslendinga en hann hefur fjallað ítarlegar og nákvæmar um íslenska stofnanamenningu en nokkur annar. Það sem greinir hann þó frá hinum dæmigerðu fræðimönnum er að hann beinir sjónum einkum að menningu á ákveðnum tímabilum í stað þess að einskorða sig við að brjóta sjálft hugtakið til mergjar óháð stað og stund. Þessi aðgreining er þó e.t.v. hæpin þar sem innviðir hugtaksins og inntak þess sem verið er að fjalla um hverju sinni eru næsta órjúfanleg. Menning í stofnunum er hugtak sem oft ber á góma í umræðum um stjórnun og skilvirkni stofnana. í þessari grein verður sagt frá því hvernig nokkrir fræðimenn hafa fjallað um það sem stendur að baki hugtakinu stofnanamenning og reynt að meta hagnýtt gildi þess fyrir þá sem starfa í skólunum. STOFNANAMENNING Hugtakið stofnanamenning er samsett úr orðunum stofnun annars vegar og menn- ingu hins vegar. Ljóst er að menning getur aldrei orðið til nema í samskiptum manna. Samskipti eru því sá grunnþáttur sem gengið er út frá þegar fjallað er um menningu. Á sama hátt er hugtakið stofnun órjúfanlegt samskiptum manna. Flestir sjá fyrir sér áþreifanleg atriði eins og byggingar og húsgögn þegar talað er um stofnanir. Að sjálfsögðu eru byggingar og húsgögn nauðsynleg hverri stofn- un en fyrst kemur þó hlutverkið sem þarf að uppfylla og síðan hugmyndir manna um hvernig samskiptin eigi að vera til að markmið viðkomandi stofnunar náist. I fræðilegum skrifum um stofnanir er gjarnan reynt að skilgreina hugtakið stofnun sem hugmynd um samskipti til að fullnægja tilteknu markmiði (sjá t.d. Daft 1986:9). Stofnunin grunnskóli er því ákveðið hugtak yfir samskipti sem eiga að leiða til þess að börn þroskist og verði að betri manneskjum, og takmarkast ekki einvörðungu við bygginguna þar sem starfsemin fer fram. Hvað merkir þá hugtakið menning? Öll sjáum við fyrir okkur ákveðnar staðal- myndir þegar við fjöllum um menningu þjóða. Við erum öll meðvituð um muninn Uppeldi og menntun - Tímarit Kennaraháskóla íslands 3. árg. 1994 53
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.