Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Side 56

Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Side 56
I „SVONA GERUM VIÐ HLUTINA H É R I " á t.d. þýskri og ítalskri menningu eða á kínverskri og suður-amerískri menningu. Þá höfum við í huga muninn á fasi fólks, byggingarstíl, fæðu, tungumálum, klæðnaði o.s.frv. Það getur reynst vandasamt að draga upp nákvæma mynd af þessum mun, en minna má á kvæði háðfuglsins Eddie Skoller „What did you learn in school to- day" þar sem menningarsérkenni ólíkra þjóða eru dregin fram á beinskeyttan hátt þannig að allir skilja og hafa gaman af. Að framan segir að menning geti aldrei orðið til nema í samskiptum manna. Það sem í rauninni gefur hugtakinu menning merk- ingu er það sem er sérstakt fyrir hverja þjóð eða þjóðarbrot - með hvaða hætti fólk tengist saman - hvernig það gerir hlutina og hvaða meginreglur það virðir. Stofnanamenning er því ekkert annað en hugtak sem við notum yfir tiltekin sam- skipti - einingin sem fengist er við er ekki öll þjóðin heldur ákveðin merkingarbær heild sem við köllum stofnun - heild sem við höfum meðvitað búið til með það fyrir augum að uppfylla ákveðin markmið. MIKILVÆGAR RANNSÓKNIR Eins og áður sagði hafa stofnanafræðingar áhuga á að skilja eðli og uppbyggingu stofnana þannig að hægt sé að stjórna þeim á sem skilvirkastan hátt. Rannsókn Rutters og félaga (1979) markar þáttaskil í umfjöllun manna um skilvirkni skóla- stofnana. Helstu niðurstöður eru birtar í bókinni Firnmtán piísund klukkutímar en þann tíma dvelja börn í skyldunámi í Bretlandi. Bókin er í raun skýrsla um yfir- gripsmiklar rannsóknir á tólf skólum í hjarta Lundúna en allir þessir skólar til- heyrðu sama fræðsluumdæminu og voru innan sex mílna radíusar. Meginspurningarnar sem Rutter og félagar leituðu svara við voru: Hvaða þætt- ir eru það sem hafa áhrif á börn? Eru þessir þættir breytilegir milli skóla? í því skyni fylgdust Rutter og samstarfsmenn hans með yfir 2000 nemendum um fjögurra til fimm ára skeið í efstu bekkjum þess sem við á Islandi köllum grunnskóla. Þeir söfn- uðu viðamiklum gögnum um skólasókn, árangur á prófum, hegðun og háttalag á skólatíma, og afbrot og spellvirki utan skóla. Jafnframt rannsökuðu þeir ítarlega ýmsa mikilvæga þætti er tóku til aðstæðna og stjórnunar í hverjum skóla, atriði er fella má undir kennsluhætti eða vinnulag; og loks atriði er taka til ytri þátta eins og uppruna þeirra nemenda sem skólana sóttu, þ.e. upplýsinga um efnahagslega og félagslega stöðu foreldra og fyrra nám skólabarnanna sjálfra. Rannsóknaraðferð- irnar sem Rutter og félagar notuðu voru bæði megindlegar og eigindlegar, þ.e. þeir studdust bæði við hefðbundnar athuganir, sem byggðu á því að meðhöndla gögn hlutlægt og í formi talna, og huglægari aðferðir, í formi almennra lýsinga (Rutter o.fl. 1979:43-66). Niðurstöður þessarar rannsóknar leiddu í ljós að árangur nemenda var mjög mismunandi milli skóla. Utkoma nemenda á prófum í hverjum skóla virtist vera nokkuð stöðug - skólar náðu ýmist miklum eða litlum árangri sem virtist ekki breytast mikið milli ára. Ef skóli vár góður á einu sviði var hann oftast góður á öðr- um sviðum. Þennan mun milli skóla var samt ekki hægt að skýra nema að hluta með því að nemendahóparnir væru mismunandi að getu, kæmu frá mismunandi heimil- um, eða að aðbúnaður eða þættir í umhverfi skólanna réðu einhverju um þennan 54
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.