Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Page 72
SKIPT UM SKOÐUN
lokið áður en það flytur sig. Aðeins þeir, sem hafa lokið mörgum einingum á tiltek-
inni braut, þurfa á sveigjanleika kerfisins að halda þegar þeir flytja sig; þá sem nán-
ast engu hafa lokið skiptir sveigjanleikinn auðvitað litlu eða engu máli. Ef stórir
hópar flytja sig án þess að hafa verið komnir nokkuð áleiðis í upphaflegu námi sínu
þá skiptir auðvitað ekki sköpum hvort þeir fái margar einingar metnar eða ekki og
þar af leiðandi skipta svokallaðar „blindgötur" ekki sköpum. Þá mætti jafnvel telja
til hins eiginlega flutningshóps sem hafa lokið meira en eins árs námi.
Mynd 2
Dreifing eininga sem þeir sem flytja sig hafa lokið
áður en þeir flytja sig í fyrsta sinn
%
Einingar
Mynd 2 sýnir hve mörgum einingum nemendur hafa lokið áður en þeir flytja sig.
Þar er annars vegar sýnd dreifingin fyrir allan hópinn og hins vegar fyrir þrjá
stærstu hópana í Töflu 2.13 Það er ekki að sjá neinn verulegan mun á hópunum. Yfir
helmingur nemenda hefur lokið færri en 30 einingum fyrir flutning og um 70%
nemenda hafa Iokið 40 einingum eða færri áður en þeir flytja sig. í grófum dráttum
má því segja að nemendur flytji sig tiltölulega snemma. Af þeim 17%, sem flytja sig
á milli brauta, hafa um tveir þriðju lokið ríflega árs námi eða minna. Þá verður
flutningshópurinn, sem ætti að vera áhyggjuefni í kerfinu, ekki svo stór, eða ríflega
5% allra nemenda sem hafa skráð sig í framhaldsskóla. Þar við bætist að sumir
þeirra hafa lokið fyrsta prófi áður en þeir flytja sig. Að því verður vikið hér á eftir.
Það sem ef til vill vekur mesta athygli á Mynd 2 er hve hlutfallslega margir flytja sig
af iðnnámsbrautum fjölbrautaskólanna eftir um það bil eins árs nám. Þessi athugun
13 Fleiri eru skráðir í iðnnám í iðnskólunum en í fjölbrautaskólunum, en fleiri flytja sig af iðnnámsbrautum fjöl-
brautaskólanna (sjá Töflu 5).
70