Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Side 74

Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Side 74
SKIPT UM SKOÐUN Ef nemendur hafa af einhverjum ástæðum ríkari tilhneigingu til þess að reyna fyrir sér í bóknámi en námsgeta eða raunverulegur ásetningur gefur tilefni til, ætti hátt hlutfall þeirra að flytja sig á aðrar brautir fyrr en varir. Flutningur ætti að vera meiri úr bóknámskerfinu en inn í það. Tæp 80% þeirra, sem flytja sig, eru upphaf- lega skráðir á stúdentsbrautirnar, sem virðist koma heim við þessa fullyrðingu, en hlutfallslega flytja álíka margir sig af öllum brautunum, þ.e. 16-22% (sjá Töflu 3). Sérstaða bóknámsbrautanna liggur aðeins í því að svo margir skrá sig þar í upphafi. Meira að segja er það svo að lægst hlutfall nemenda flytur af bóknámsbrautunum en hlutfallslega mestur flutningur er af iðnnámsbrautunum.15 SKÝRINGAR Á FLUTNINGI Hér að framan hefur ekkert mið verið tekið af mismunandi námsgetu þeirra sem velja brautirnar í upphafi, né athugað hvort bakgrunnur þeirra sem flytja sig gæti verið ólíkur. Líkurnar á flutningi og lokum náms tengjast líklega námsgetu eða hvatningu til náms og heilsteyptasta vísbendingin, sem tiltæk er um þessi atriði, er frammistaða á samræmdum prófum. Hér er látið liggja á milli hluta hvort prófin mæli fyrst og fremst kunnáttu í nokkrum höfuðnámsgreinum framhaldsskólans eða hvort þau séu öllu frekar mælikvarði á almenna námsgetu eða aðra þætti sem tengjast námi. (Sjá umfjöllun um þetta atriði í Jón Torfi Jónasson og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir 1992, 2. kafli; Gerður G. Óskarsdóttir 1992 og Guðmundur B. Arnkelsson 1994). Nemendur, sem ljúkja námi sínu, hafa að meðaltali hærri einkunnir en þeir sem ekki gera það (A=l,58, sjá aftasta dálk í Töflu 4). Aftur á móti er ekki munur á ein- kunnum þeirra sem flytja sig og þeirra sem ekki gera það þegar á heildina er litið (A=0,68, sjá aftasta dálk í Töflu 4). Munur á einkunnum þeirra sem Ijúka og þeirra sem ekki ljúka kemur ekki á óvart og samvirkni námsloka og námsbrauta gerir það varla heldur. Einkunnir á samræmdum prófum ættu að spá best fyrir um námslok á þeirri braut þar sem nám- ið er skyldast því sem er prófað í samræmdu prófunum, þ.e. stúdentsbraut. Dreifi- greiningin bendir til þess að svo sé, því samkvæmt Töflu 4 verður að túlka skýra samvirkni námsloka og námsbrauta þannig að mest af henni megi rekja til þess að meiri einkunnamunur sé á þessum hópum (hópi sem hefur lokið og hópi sem ekki hefur lokið) á stúdentsbrautunum en í hinum flokkunum tveimur. Það kemur aftur á móti nokkuð á óvart að ekki skuli vera samband á milli ein- kunna og flutnings. Athugum þetta nú eilítið nánar. Að því var vikið í upphafi að helst mætti búast við því að þeir flyttu sig á milli brauta sem ekki réðu við upphaf- lega braut eða líkaði hún ekki og vildu reyna sig annars staðar. Það blasir þó ekki við þegar athugaðar eru einkunnir á samræmdum prófum (í Töflu 4). 15 Tölfræðileg athugun sýnir samband á milli brauta og flutnings, en sambandið er bersýnilega ekki sterkt og ekki verður gert mikið úr því hér. 72
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.