Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Page 86

Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Page 86
SAMRÆMD LOKAPRÓF GRUNNSKÓLA áfanga. Á sama hátt hefur niðurstaðan ugglaust áhrif á val nemenda á frekara námi eða jafnvel þeim skóla sem þeir hyggjast stunda tiltekið nám við. Þrátt fyrir þessi áhrif samræmdra prófa á námsferil nemenda hefur lítið verið um formlegar rannsóknir á eðli þeirra. Á hverju ári er birt skýrsla um prófin með helstu upplýsingum um prófin og niðurstöður þeirra (sbr. Menntamálaráðuneytið 1992a). Engin próffræðileg greining eða fræðileg úttekt er birt um prófin og því tak- markaðar upplýsingar til um eðli og eiginleika þeirra. Samfara samræmdum einkunnum hafa nemendur fengið skólaeinkunnir í sömu greinum. Lítið er vitað um samræmi á milli skólaeinkunna og samræmdra einkunna í sömu greinum. Ekki er heldur vitað að hvaða marki skólaeinkunnir mæla þætti eins og t.d. frumkvæði, vinnusemi eða sköpunarhæfni, sem ekki eru mældir á samræmdum prófum. Samræmdu prófin skiptast í hluta, sem að ein- hverju leyti er ætlað að mæla ólíkar hliðar námsefnisins. Þannig er í íslensku lagt mat á ritun, málfræði, lesskilning, stafsetningu og fleira. Ekki liggja fyrir upplýsing- ar um innbyrðis tengsl þessara prófhluta, þ.e. hvort þeir mæla allir jafnt kunnáttu í sömu námsgreininni eða ólíka þætti sömu námsgreinar. Að síðustu er ekki vitað hversu nákvæm (áreiðanleg) samræmd próf eru sem mælitæki á námsárangur. Réttmæti (validity) þeirra virðist heldur ekki hafa verið kannað með formlegum hætti og því lítið vitað um forspárgildi (forspárréttmæti; predictive validity) þeirra gagnvart frekara námi (Menntamálaráðuneytið 1992a).2 Námsmat getur haft ýmsan tilgang, en hér er gengið út frá því að megintilgang- ur þess sé að meta (þ.e. mæla) námsárangur af einhverju tagi. í reynd getur falist í námsmati eins konar umbun til nemanda, t.d. fyrir góða ástundun, framfarir, hegð- un eða persónueiginleika. Grunnskólalög kveða sérstaklega á um að megintilgang- ur námsmats sé „örvun nemenda og námshjálp" (Lög um grumiskóla, nr. 49/1991,63. gr.). Þetta má þó ekki skilja svo að ekki sé um mat (mælingu) á námsárangri að ræða, enda óvíst að einkunn, sem ekki tengist raunverulegum árangri, geti verið hvetjandi til lengri tíma litið. Árangur af skólanámi getur falist í ýmsu, meðal annars framförum, ástundun, auknu sjálfstæði og frumkvæði nemenda til náms. Námsmati er ætlað að taka til allra þessara hluta auk annarra þátta sem skólinn kann að leggja áherslu á (sbr. Reglugerð um námsmat í grunnskólum, nr. 7/1985, 5. gr.; Lög um grunnskóla, nr. 49/ 1991, 2. gr.). Einkunnir skólans verða því að byggja á raunverulegri tilraun til að meta árangur einstakra nemenda á þessum þáttum, þó svo að mæling (eða mat) ým- issa námsþátta sé eðlilega mjög huglæg. Samræmd próf geta aðeins tekið til hluta 2 Réttmæti vísar til þess hvort próf eða annað matstæki mæli (meti) það sem því er ætlað að mæla. Réttmæti get- ur verið af ýmsu tagi. Forspárréttmæti samræmds prófs gefur til kynna hversu vel niðurstaða þess segir fyrir um árangur í framhaldsskóla, ýmist í tilteknum námsgreinum eða almennt í þeim öllum. Forspárréttmæti sam- ræmdra prófa er mikilvægt, en aðrar tegundir réttmætis eru það einnig. Samtímaréttmæti (concurrent validity) metur tengsl prófanna við aðrar sambærilegar upplýsingar frá svipuðum tíma og prófin eru haldin. Tengsl samræmdra einkunna og skólaeinkunna í sömu greinum eru því mælikvarði á samtímaréttmæti. Einnig er talað um þáttaréttmæti (factorial validity) sem tengsl einstakra prófa (einkunna) við þætti sem þeim liggja til grundvallar. Réttmæti spannar því ýmis atriði varðandi eðli og eiginleika samræmdra prófa og er eitt megin- viðfangsefni þessarar greinar. 84
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.