Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Síða 89

Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Síða 89
GUÐMUNDUR B. ARNKELSSON hugsanlega tengda, þætti og prófin eru mörg.5 Á sama hátt þurfa einstakir prófhlut- ar að mæla svipaða kunnáttu og prófið í heild og allt aðra kunnáttu en metin er með samræmdum prófum í öðrum námsgreinum. Niðurstöður námsferilsathugunar Félagsvísindastofnunar Háskóla íslands (Jón Torfi Jónasson og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir 1992) gáfu til kynna að mjög ná- in tengsl væru milli allra samræmdra einkunna. Þetta gefur til kynna að eitthvað fleira en kunnátta í einstökum námsgreinum ráði niðurstöðu samræmdra prófa. Á sama hátt myndi tilvist tveggja háðra (correlated; oblique) þátta í gögnum Gerðar (1992) benda til einhvers sameiginlegs þáttar sem réði árangri í samræmdum próf- um óháð námsgrein. Rannsókn Sigríðar Valgeirsdóttir o.fl. (1988) varpar ljósi á þetta. Þar voru at- huguð tengsl samræmdra einkunna vorið 1984, samfara athugun á sambandi les- skilnings við námshæfileika og árangur á fjórum samræmdum prófum. Niðurstöð- ur þeirra gáfu til kynna að einn sameiginlegur þáttur lægi að baki öllum samræmd- um einkunnum. Þessi þáttur skýrði helming af dreifingu enskueinkunnar og þrjá fjórðu af dreifingu einkunna í íslensku, dönsku og stærðfræði. Auk þess kom í ljós sérhæfur tungumálaþáttur sem tengdist einkunnum í dönsku og ensku en aðeins lítillega einkunnum í íslensku. Sérhæfur stærðfræðiþáttur skýrði þá dreifingu stærðfræðieinkunna sem sameiginlegi þátturinn skýrði ekki. Niðurstöður Sigríðar Valgeirsdóttur o.fl. bentu til þess að samræmd próf mældu að verulegu leyti námshæfileika fremur en kunnáttu. Þannig mátti skýra sameiginlegan þátt samræmdra einkunna að tveim þriðju hlutum með grunnþætti námshæfileika, eins og hann mældist á hópgreindarprófi. Samkvæmt þessu virðist sem samræmt lokapróf grunnskóla vorið 1984 sé að stórum hluta að mæla mjög al- menna færni af því tagi sem mælist á hefðbundnum hæfileika- eða greindarprófum. Sá annmarki er á þessum niðurstöðum að unnið var með heildarniðurstöður einstakra samræmdra prófa. Hvert samræmt próf skiptist í einstaka prófhluta. Þó prófin í heild sinni séu að meta mjög almenna færni, þ.e. hæfileika eða þætti ná- tengda þeim, getur það verið vegna þess að þeim sé ætlað að mæla mjög almenna kunnáttu í viðkomandi námsgreinum. Þannig er hugsanlegt að hver og einn ein- stakur prófhluti samræmds prófs sé sannarlega að meta kunnáttu við tiltekna teg- und viðfangsefna, þótt prófið í heild geri það ekki. Nemandi sem stendur sig vel í stafsetningu og málfræði væri þannig hugsan- lega með góða kunnáttu í formreglum tungumálsins. Nemandi sem stæði sig vel í fornbókmenntum og ólesnum texta hefði þá kunnáttu á einhverju öðru sviði, t.d. lesskilningi, stílbrögðum eða í uppbyggingu frásagna. Hvor tegund kunnáttu fyrir sig gæti verið tiltölulega óháð hæfileikum, þ.e. byggst á almennum námshæfileik- 5 Slfk tengsl milli ólíkra námsgreina (eða þátta) hljóta ætíð að vera til staðar þar sem þættir svo sem almenn námsgeta, almenn námsástundun og þættir tengdir skólanum sem stofnun hafa áhrif, óháð því hver námsgreinin er. Ef slíkir almennir áhrifaþættir eru ráðandi og engir eða óverulegir námsgreinabundnir áhrifaþættir eru til staðar, þá vekur það eðlilega upp spurningar um inntak skólastarfs, námsáherslur, kennslu eða námsmat. Of mikil tengsl milli ólíkra námsgreina gefa til kynna að almennir áhrifavaldar séu of ríkjandi í íslensku skólakerfi á kostnað sérhæfari áhrifa sem tengjast einstökum kennurum og kennslu þeirra, námsgreinum eða jafnvel hluta námsgreinar (t.d. stafsetningu sem hluta af íslensku). 87
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.