Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Síða 116

Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Síða 116
ER SERKENN5LA TIL OÞURFTAR? LOKAORÐ Sérkennsla er nú á krossgötum og einhvers konar endurskilgreining á tengslum við almenna kennslu virðist óhjákvæmileg. Það er því afar brýnt að skoða á raunsæjan hátt hvaða kostir bjóðast til að tengja sérkennsluna betur við almennt skólastarf en nú er raunin. Mikil þörf er einnig fyrir að þær raddir heyrist sem reyna að hefja sér- kennsluna sem starfsgrein til vegs og virðingar á ný þannig að þekking og hefðir sem greinin byggir á og mynda undirstöðu hennar njóti verðugs trausts. Þegar skipulag og þjónusta, sem tekið hefur langan tíma að byggja upp, er talin vera til óþurftar en ekki til gagns, er eðlilegt að allir, sem eiga hagsmuna að gæta, kennarar og foreldrar, hugsi sinn gang. Hver og einn verður síðan að taka afstöðu. Til þess að geta tekið ábyrga afstöðu er nauðsynlegt að leita svara við ýmsum spurningum - vega og meta skipulagið sem gilt hefur. Hvað segir sagan okkur? Hvaða kosti hefur skipulagið? Einnig er nauðsynlegt að skoða það sem við sjálf þekkjum af eigin raun sem kennarar, foreldrar eða aðrir sem láta sig þessi mál varða. Hvað segir reynslan okkur? Og beinum áróðri þurfum við ávallt að taka með fyrirvara. Heiltæka skólastefnan miðar að því að styrkja hið almenna uppeldis- og fræðslustarf skólanna og að kennarar nái betri árangri í starfi - skili nemendum með enn betra veganesti úr skólunum en þeir fá núna. Þessu fagna allir, sem láta sig málefni skólanna einhverju skipta og vona að árangurinn verði sem bestur. En hin hliðin á heiltæku skólastefnunni vekur vissulega ugg. Við þurfum ekki á stefnum að halda sem bjóða upp á enn þrengri valkosti en þá sem við höfum nú - stefnum sem t.d. boða aðeins eitt skipulag og hafna fjölbreyttum úrræðum. Geta stefnur, sem útiloka gagnvirkni í samspili nemanda og kennara og gera lítið úr sérkennslu- fræðilegri þekkingu og inntaki hennar, í raun þjónað hagsmunum nemenda sem nú standa höllum fæti í skólum landsins? Því miður byggist málflutningur talsmanna heiltæku skólastefnunnar um of á hugmyndafræðilegum einföldunum. Allir, sem hlut eiga að máli, verða því að halda áfram að bera fram spurningar og reyna að skyggnast bak við myndina sem dregin er upp af sérkennslunni sem tákni misréttis eða mismununar í skólastarfinu og komast að því hversu raunsönn hún er. 214
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.