Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Qupperneq 133

Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Qupperneq 133
KRISTINN BJORNSSON Þessar þjóðfélagsbreytingar leiða til nýrra vandamála sem leita þarf með til sál- fræðiþjónustu skóla. Hlutverk hennar verður því annað, og hún verður að breyta aðferðum sínum og sjónarmiðum í samræmi við „íslenska menningu" eins og hún er á hverjum tíma. Ég nefndi nýjar stofnanir og breytingar á þjóðháttum sem dæmi til að skýra það að sjónarmið okkar varðandi sálfræðiþjónustu verða ekki bara til í höfðum sérfræð- inganna. Ytri breytingar á aðstæðum sem við höfum enga stjórn á knýja á um nýja ■ hugsun og leit að nýjum leiðum, þetta á svo sinn þátt í breytilegum viðhorfum og þannig mun það ávallt verða. Ég ætla ekki að fjölyrða um þróun síðustu ára, en níunda áratuginn þekkja flestir af eigin raun. Eftir brey tingaskeið í tengslum við f jölgun starfsliðs og tilkomu nýrra deilda, sem olli skoðanaskiptum og leit að nýjum leiðum, virðist jafnvægi hafa náðst á ný. Ymsar breytingar hafa orðið og eru alltaf að verða. Nefna má lengri viðveru í skólum, aukin áhrif félagssálfræðilegra sjónarmiða, þróun skóla, sbr. nemendaverndarráð, skipulegri athugun á því hverjir þurfa sérkennslu og nánari samvinnu við þá sem annast sérkennslu. Greining á vandkvæðum einstakra nem- enda og meðferð eða sállækning hefur þó haldið velli og er jafnvel hjá sumum starfsmönnum meiri en áður var. Notkun prófa, sem nánast var bannfærð af sumum um tíma, hefur nú aftur aukist. Það eru að sjálfsögðu mörg önnur próf not- uð nú en í upphafi starfseminnar, enda úr miklu meiru að velja en þá var. NIÐURLAG Mér finnst athygli vert þegar litið er til baka að stefnur og kenningar sem upp hafa komið um róttækar breytingar og valdið hafa sveiflu í einhverja átt, hafa fljótt aðlagast á þann hátt að starfsemin hefur aftur færst nær meðalveginum. Það er þessi meðalvegur sem flestir hafa farið alla tíð og virðist líka ætla að verða leið framtíðar- innar. Róttækar hugmyndir um breytingar eru í rauninni leit að leiðum til að leysa sem best af hendi verk, sem við vitum ekki fyrirfram hvernig eigi að vinna og ekki hafa verið leyst af hendi áður. Mikið af verkum okkar sérfræðinga í sálfræðiþjón- ustu og jafnvel sérkennslu er þess eðlis að þar er verið að ryðja nýjar brautir. Það er verið að reyna að finna skýringar á vanda og leysa vanda sem að litlu var sinnt áður og enginn vissi hvernig ætti að leysa. Þess vegna er leit sífellt æskileg og nauðsyn- leg, og hún verður án efa eitt af einkennum þróunarinnar í framtíðinni. Menn geta hlaupið í gönur við slíka leit, en þó er gott að fara ekki alltaf hina ruddu braut sem mótuð hefur verið í löngu starfi. Samt sem áður leita menn oftast jafnvægis og nálg- ast meðalveginn. Nú um stundir virðist mér, líkt og getið var um í upphafi, að sál- fræðiþjónusta skóla sé alhliða geðvernd fyrir börn á fræðsluskyldualdri, en með sérstakri áherslu á og tengd þeim vandamálum sem varða nám og skólavist. 131
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.