Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 7

Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 7
FRÁ RITSTJÓRA Með þessu hefti lýkur 13. árgangi tímaritins. Frá og með næsta ári verða nokkur skil í útgáfu þess. Hingað til hefur Rannsóknarstofnun Kennaraháskólans staðið ein að útgáfunni, en stefnt er að því að grunnur hennar verði víkkaður. Nú standa yfir við- ræður við uppeldis- og menntunarfræðiskor Félagsvísindadeildar Háskóla íslands og kennaradeild Háskólans á Akureyri um aðild þeirra að útgáfu tímaritsins. Fljót- lega upp úr áramótum verður gerð grein fyrir nýju fyrirkomulagi útgáfunnar. Að þessu sinni birtast átta fræðilegar ritgerðir í heftinu. Athygli vekur að þrjár þeirra fjalla um þroska og kennslu ungra barna. Nú þegar leikskólinn færist óðum nær því að verða hluti af hinu almenna menntakerfi þjóðfélagsins, er vonlegt að áhugi rannsakenda beinist í vaxandi mæli að honum sem og kennslu yngri barna í grunnskóla. Að öðru leyti eru viðfangsefni höfunda fjölbreytt, allt frá menntun nemenda með þroskahömlun til umfjöllunar um gildagrunn skólans. Eins og boðað var í síðasta hefti, er nú opnaður í tímaritinu vettvangur, undir heitinu Viðhorf, fyrir umræðu og skoðanaskipti um álitaefni í menntamálum. Að þessu sinni beinist athyglin að fyrirkomulagi framhaldsnáms. Á síðari árum hafa öðru hverju skotið upp kollinum hugmyndir og tillögur um að námstími til stúdents- prófs verði styttur. Á vegum menntamálaráðuneytisins hefur raunar alllengi verið unnið skipulega að því að móta tillögur í þessa veru. Nefnd um mótun menntastefnu, sem Björn Bjarnason menntamálaráðherra skipaði 1994, lagði til að nám til stúdents- prófs yrði stytt og í tíð eftirmanns hans, Tómasar Inga Olrichs, starfaði verkefnis- stjórn um styttingu náms til stúdentsprófs. Verkefnisstjórnin hefur starfað áfram í tíð núverandi menntamálaráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, ásamt þremur starfshópum sem skipaðir eru fulltrúum margra aðila. Niðurstöður af vinnu þeirra birtust sl. haust í skýrslunni Breytt námsskipan til stúdentsprófs - aukin samfella í skóla- starfi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varð góðfúslega við tilmælum ritnefndar Upp- eldis og menntunar um að hún gerði grein fyrir þeim tillögum sem felast í skýrslunni og stefnu ráðuneytisins í þessu mikilvæga máli. Jafnframt fékk ritnefnd þrjá einstak- linga til þess að lýsa afstöðu sinni til málsins, einkum þess þáttar sem lýtur að stytt- ingu náms til stúdentsprófs. Þessir einstaklingar eru: Björgvin G. Sigurðsson alþingismaður, Katrín Jakobsdóttir MA í bókmenntum og Sölvi Sveinsson skóla- meistari. Þess er vænst að sú umræða, sem hér er fitjað upp á, auðveldi lesendum að glöggva sig á rökum málsins sem verður ugglaust ofarlega á baugi næstu misserin. Sú ritnefnd sem lætur nú af störfum hefur haft hönd í bagga með útgáfunni síðast- liðin tvö ár. Vil ég við þetta tækifæri þakka hinum mörgu samverkamönnum fyrir ánægjulegt samstarf: ritnefndarmönnum, höfundum efnis, ritrýnum, prófarkalesara og starfsmönnum Rannsóknarstofnunar, sem og Margréti Friðriksdóttur sem hefur annast umbrot og uppsetningu. Óska ég þess að lokum að tímaritið eflist í framtíð- inni sem vettvangur rannsókna og rýni á íslenskum uppeldis- og menntamálum. 5
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.