Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Síða 20

Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Síða 20
MÁLÞROSKI BARNA VIÐ UPPHAF SKÓLAGÖNGU: greinarhöfundar frá 1992 (hér eftir oft skammstafað R-1992). Loks greinir þriðji hlut- inn frá niðurstöðum sem varða tengsl milli samloðunar, sögubyggingar og lengdar frásagna barnanna. Hvað einkennir sögubyggingu barna í þessum aldursflokki? Hið dæmigerða fimm ára barn sagði ekki hefðbundna sögu með inngangi, söguþræði og endi frekar en við var að búast. Niðurstöður nú voru mjög svipaðar niðurstöðum litlu rannsóknarinnar R-1992. Áður en nánar verður farið ofan í saumana á þeim, er rétt að taka fram að kynin voru borin saman á öllum sviðum. Munurinn á þeim var hvergi tölfræðilega marktækur þó sú tilhneiging sæist svo til alls staðar að stúlkurnar væru sterkari en drengirnir. I kynningu á niðurstöðum verða kynin því ekki aðskilin. Meðallengd frásagna í hópnum í heild reyndist vera 36 setningar, eða nær sú sama og í litla fimm ára hópnum sem var með 32 setningar að meðaltali. Meðalstigafjöldi fyrir sviðsetningu var sá sami og í 1992-hópnum, eða 0,5 stig. Meðalfjöldi söguþátta var 3,2 eða svo til sá sami og í litla fimm ára hópnum í rann- sókninni 1992 (N=10; M=3,3 söguþættir). Samloðunaraðferðir voru líka mjög í anda fyrri rannsóknarinnar. Þannig notaði fimm ára hópurinn nú aukatengingar í 6% af setningum sínum að meðaltali, í sam- anburði við 5% í litla samanburðarhópnum R-1992. Raðtengdar setningar reyndust nú 27% í samanburði við 30% í R-1992. Hlutfall setninga sem tengdar voru með aðal- tengingunni „og" var nokkuð hærra en í samanburðarhópnum eða 28% af öllum setningum samanborið við 17% í fyrri rannsókn. Loks voru benditengingar 3% í sam- anburði við 5% í R-1992. í stuttu máli staðfesta niðurstöður nú R-1992: Dæmigerð fimm ára börn kynna ekki sögupersónur eða aðstæður í upphafi sögunnar og þótt greina megi slitrur úr söguþræði froskasögunnar í frásögnum þeirra, hafa þær ekki heildarbyggingu eða eiginleg sögulok. Samkvæmt niðurstöðunum er samloðun líka skammt á veg komin í þessum aldursflokki. Meðal fimm ára barn tengir saman setningar með einföldum aðaltengingum, einkum „og", „og svo", en notar aukasetningar og aðrar flóknari teng- ingar sáralítið. Benditengingar eru ekki algerlega horfnar en í miklu undanhaldi frá því sem var í hópi þriggja ára barnanna. Þetta er samhljóða niðurstöðum úr fyrri rannsókn greinarhöfundar á jafnöldrum barnanna. Eins og fram kom í inngangi hafa flestar rannsóknir á frásögnum barna, þeirra á meðal íslenska rannsóknin frá 1992 (Hrafnhildur Ragnarsdóttir), beinst að fámenn- um úrtökum, gjarnan 10-15 í hverjum aldurshópi. Þær hafa því ekki gefið tilefni til athugana á einstaklingsmun innan jafnaldrahópa. Eitt meginmarkmið rannsóknar- innar nú var að kanna hversu mikill munur getur verið á frásagnarhæfni barna við upphaf skólagöngu. Ein athyglisverðasta niðurstaða hennar er hversu gríðarlegur einstaklingsmunur kom í ljós þegar úrtakið var stækkað. Þessi mikli munur kom fram á öllum mælingum: sögubyggingu, samloðun, setningagerð auk orðaforða, málfræði og fleiri þátta sem ekki verða raktir í þessari grein. I 18
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.