Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Side 38
HVAÐ VITUM VIÐ UM MENNTUN NEMENDA MEÐ ÞROSKAHOMLUN A ISLANDI?
er fjallað hér á eftir um rannsóknir sem varða nemendur með þroskahömlun sérstak-
lega þar sem það er hægt en þó oftast um rannsóknir sem taka til nemenda með
fötlun almennt.
Upplýsingar skortir sem sagt um hlutfall barna og unglinga með þroskahömlun
eða alvarleg þroskafrávik í heildarfjölda barna og unglinga, hversu hátt hlutfall af
hópnum gengur í skóla, hlutfall þeirra af heildarfjölda skólanemenda og hvert hlut-
fall þeirra er í hópi nemenda með fötlun eða sérþarfir.
Hér er leitast við að fá hugmynd um hlutfall nemenda með þroskahömlun af
heildarfjölda skólanemenda með því að skoða annars vegar könnun Reykjavíkur-
borgar á sérkennslu í grunnskólum (Anna I. Pétursdóttir o.fl., 2000, bls. 31-39) og
hins vegar staðtölur um fjölda nemenda í sérdeildum og sérskólum á þremur skóla-
stigum á landinu öllu samkvæmt upplýsingum menntamálaráðuneytisins (Euryba-
se, 2004).
Könnun Reykjavíkurborgar gefur hugmynd um hlutfall þeirra nemenda sem fá
sérkennslu eða sérstakan stuðning í grunnskólum, oftast vegna örðugleika í lestri og
stærðfræði, en það er um það bil 20% af heildarfjölda. Þetta hlutfall hefur haldist
stöðugt síðan á áttunda áratugnum en mikill munur er á milli skóla. Hið háa hlutfall
og stöðugleikann má ef til vill skýra með því að mikill almennur þrýstingur er á yfir-
völd menntamála að veita fjármagni til kennslu nemenda með sérþarfir. Breytileikinn
innbyrðis skýrist hins vegar af því að skólar hafa afar ólík viðmið við ákvörðun um
hvaða nemendur hafi þörf fyrir sérkennslu auk þess sem munur er á milli skóla-
hverfa að því er varðar færni nemenda í grunngreinum. í ofangreindri könnun kem-
ur fram að af þeim nemendum sem kennt var samkvæmt einstaklingsnámskrá í
almennum grunnskólum voru 4% nemenda taldir fatlaðir, en 14% með alvarlega
námsörðugleika. í Reykjavík var árið 1999 rúmlega 1% nemenda í almennum sér-
deildum (155 nemendur í alls 15 sérdeildum) og 1,5% nemenda í sérskólum og sér-
hæfðum sérdeildum (Anna I. Pétursdóttir o.fl., 2000, bls. 31-39). Skipulagi sérdeilda
í Reykjavík var breytt á árinu 2003 á þann veg að skólar geta nú sameinast um að
stofna sérdeildir (Sigrún Magnúsdóttir, Sigrún Elsa Smáradóttir og Bryndís Þórðar-
dóttir, 2002). Ekki er ennþá vitað hvaða áhrif þessi breyting hefur á hlutfall nemenda
með þroskahömlun í almennum grunnskólum.
Ef litið er til landsins alls eru engir sérskólar eða sérdeildir á leikskólastigi en hlut-
fall nemenda í sérskólum og sérdeildum grunnskóla fyrir nemendur með alvarlega
námsörðugleika er um 0,9% af heildarnemendafjölda í árgangi (Eurybase, 2004). Alls
18 framhaldsskólar í landinu bjóða upp á nám fyrir nemendur sem ljúka námi úr
grunnskóla án þess að taka samræmd próf (Lög um grunnskóla, 1995, 45. grein). Á
starfsbrautum framhaldsskóla voru 230 nemendur árið 2002-2003 eða um 1% af
heildarfjölda nemenda á framhaldsskólastigi (Eurybase, 2004). Afar erfitt er þó að fá
áreiðanlegar tölur um framboð framhaldsskóla fyrir fatlaða nemendur eða hversu
margir nemendur njóti þeirra á hverjum tíma (Agnar Kristinsson og Eiríkur Brynj-
ólfsson, 2003).
í leik- og grunnskólum eru nemendur með þroskahömlun yfirleitt ekki afmarkað-
ir sem hópur, eins og áður segir, en teljast flestir í flokki nemenda með sérkennslu-
36
J