Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 38

Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Page 38
HVAÐ VITUM VIÐ UM MENNTUN NEMENDA MEÐ ÞROSKAHOMLUN A ISLANDI? er fjallað hér á eftir um rannsóknir sem varða nemendur með þroskahömlun sérstak- lega þar sem það er hægt en þó oftast um rannsóknir sem taka til nemenda með fötlun almennt. Upplýsingar skortir sem sagt um hlutfall barna og unglinga með þroskahömlun eða alvarleg þroskafrávik í heildarfjölda barna og unglinga, hversu hátt hlutfall af hópnum gengur í skóla, hlutfall þeirra af heildarfjölda skólanemenda og hvert hlut- fall þeirra er í hópi nemenda með fötlun eða sérþarfir. Hér er leitast við að fá hugmynd um hlutfall nemenda með þroskahömlun af heildarfjölda skólanemenda með því að skoða annars vegar könnun Reykjavíkur- borgar á sérkennslu í grunnskólum (Anna I. Pétursdóttir o.fl., 2000, bls. 31-39) og hins vegar staðtölur um fjölda nemenda í sérdeildum og sérskólum á þremur skóla- stigum á landinu öllu samkvæmt upplýsingum menntamálaráðuneytisins (Euryba- se, 2004). Könnun Reykjavíkurborgar gefur hugmynd um hlutfall þeirra nemenda sem fá sérkennslu eða sérstakan stuðning í grunnskólum, oftast vegna örðugleika í lestri og stærðfræði, en það er um það bil 20% af heildarfjölda. Þetta hlutfall hefur haldist stöðugt síðan á áttunda áratugnum en mikill munur er á milli skóla. Hið háa hlutfall og stöðugleikann má ef til vill skýra með því að mikill almennur þrýstingur er á yfir- völd menntamála að veita fjármagni til kennslu nemenda með sérþarfir. Breytileikinn innbyrðis skýrist hins vegar af því að skólar hafa afar ólík viðmið við ákvörðun um hvaða nemendur hafi þörf fyrir sérkennslu auk þess sem munur er á milli skóla- hverfa að því er varðar færni nemenda í grunngreinum. í ofangreindri könnun kem- ur fram að af þeim nemendum sem kennt var samkvæmt einstaklingsnámskrá í almennum grunnskólum voru 4% nemenda taldir fatlaðir, en 14% með alvarlega námsörðugleika. í Reykjavík var árið 1999 rúmlega 1% nemenda í almennum sér- deildum (155 nemendur í alls 15 sérdeildum) og 1,5% nemenda í sérskólum og sér- hæfðum sérdeildum (Anna I. Pétursdóttir o.fl., 2000, bls. 31-39). Skipulagi sérdeilda í Reykjavík var breytt á árinu 2003 á þann veg að skólar geta nú sameinast um að stofna sérdeildir (Sigrún Magnúsdóttir, Sigrún Elsa Smáradóttir og Bryndís Þórðar- dóttir, 2002). Ekki er ennþá vitað hvaða áhrif þessi breyting hefur á hlutfall nemenda með þroskahömlun í almennum grunnskólum. Ef litið er til landsins alls eru engir sérskólar eða sérdeildir á leikskólastigi en hlut- fall nemenda í sérskólum og sérdeildum grunnskóla fyrir nemendur með alvarlega námsörðugleika er um 0,9% af heildarnemendafjölda í árgangi (Eurybase, 2004). Alls 18 framhaldsskólar í landinu bjóða upp á nám fyrir nemendur sem ljúka námi úr grunnskóla án þess að taka samræmd próf (Lög um grunnskóla, 1995, 45. grein). Á starfsbrautum framhaldsskóla voru 230 nemendur árið 2002-2003 eða um 1% af heildarfjölda nemenda á framhaldsskólastigi (Eurybase, 2004). Afar erfitt er þó að fá áreiðanlegar tölur um framboð framhaldsskóla fyrir fatlaða nemendur eða hversu margir nemendur njóti þeirra á hverjum tíma (Agnar Kristinsson og Eiríkur Brynj- ólfsson, 2003). í leik- og grunnskólum eru nemendur með þroskahömlun yfirleitt ekki afmarkað- ir sem hópur, eins og áður segir, en teljast flestir í flokki nemenda með sérkennslu- 36 J
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.