Uppeldi og menntun - 01.09.2004, Síða 41
GRETAR L. MARINÓSSON OG AUÐUR B. KRISTINSDÓTTIR
gerð um sérkennslu, 1996). Því er ávallt hætta á að þeir sem síst standa undir kröfum
séu útlokaðir frá almenna kerfinu á einhvern hátt. Athyglisvert væri að kanna hvern-
ig sveitarfélög og einstakir skólar vinna úr margþættum og mótsagnakenndum skila-
boðum opinberrar stefnu í menntun nemenda með fötlun.
Stefna frjálsra félagasamtaka
Ymis frjáls félagasamtök hafa áhrif á opinbera stefnumótun. Stefnuskrá Landssam-
takanna Þroskahjálpar tekur til atvinnu, fjölskyldu, húsnæðis, jafnréttis, menntunar
og tómstundamála fólks með fötlun. í kafla stefnuskrárinnar um menntun er lögð
áhersla á að samkvæmt gildandi lögum eigi öll börn rétt á kennslu í heimaskóla, enn-
fremur að auka þurfi grunnmenntun starfsmanna á öllum skólastigum, einkum á
sviði kennsluaðferða við hæfi allra nemenda (Landssamtökin Þroskahjálp, 1993). í
skólastefnu Kennarasambands ísland er lögð áhersla á að allir nemendur eigi kost á
námi við hæfi í heimaskóla og að allir nemendur á framhaldsskólastigi fái einnig
kennslu við hæfi. Kennarar eigi að laga starf sitt að einstaklingum með sveigjan-
legum kennsluháttum og með gerð einstaklingsnámskrár fyrir einstaka nemendur
(Kennarasamband íslands, 2002). Þótt ekki sé fullur samhljómur í stefnu hinna ýmsu
aðila er megináherslan hin sama: jafnrétti til náms fyrir alla þegna.
Alþjóðasamþykktir
ísland á aðild að alþjóðasamþykktum sem snerta málefni fatlaðra (Sameinuðu þjóð-
irnar, 1989; UNESCO, 1990,1994) og hafa haft áhrif á opinbera stefnu í málefnum fatl-
aðra hér á landi. I Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er gengið út frá því að öll börn
eigi rétt til menntunar. Markmiðið er að jafna smám saman aðgang allra manna að
gæðum jarðar, auka almenna velsæld og jafnframt styrkja félagslega samheldni
(Evans, 2000, bls. 31). Mikilvægi skólans fyrir félagsleg réttindi einstaklinga með
fötlun er enn frekar undirstrikað í ályktun Jomtien ráðstefnu UNESCO árið 1990. í
Salamanca yfirlýsingunni um menntun nemenda með sérþarfir í námi segir:
Við lýsum þeirri sannfæringu okkar að...almennir skólar séu virkasta aflið
til að sigrast á hugarfari mismununar, móta umhverfi sem tekur fötluðum
opnum örmum, móta þjóðfélag án aðgreiningar og koma á menntun
öllum til handa. (UNESCO, 1994, bls. 2)
Því lýsa alþjóðasamþykktir í fyrsta lagi yfir rétti hvers barns til menntunar, í öðru lagi
að nám sé lagað að þörfum nemenda og í þriðja lagi að það standi öllum til boða í
almennum heimaskólum eftir því sem mögulegt er. Opinberar ályktanir alþjóðasam-
taka hafa haft áhrif á stefnu í málefnum fatlaðra hér á landi. Iðulega er til dæmis
vitnað til Salamanca samþykktarinnar í umræðu um menntun fatlaðra (sjá t.d. Erna
Árnadóttir, 1996).
39